Háskólar

Fréttamynd

Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið.

Innlent
Fréttamynd

Segir hið pantaða álit engan bömmer fyrir stjórnar­and­stöðuna

Morgunblaðið birti í morgun frétt um lögfræðiálit HÍ undir fyrirsögninni „Tillaga um vantraust misskilningur“. Rætt er við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann segist ekki hafa brotið þingskaparlög með vísan til álitsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata telur lítið hald í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Naktir nemendur sýna Grease

Eitt af einstaklingsverkefnum Listaháskólans er uppsetning á söngleiknum Grease. Þrjár sýningar verða sýndar á einum degi, næstkomandi laugardag. Söngleikurinn verður þó í aðeins öðru formi en áður þar sem allir leikarar verða naktir, alla sýninguna. Miðar á sýningar seldust upp á mettíma. Hópurinn sem kemur að verkinu er orðinn náinn og vel búinn undir frumsýningu. Farsímar verða bannaðir í salnum. 

Menning
Fréttamynd

Mark­viss eyði­legging mennta­kerfisins?

Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarnám í þjóðfræði

Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að grípa börn með les­blindu snemma

Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð menningarinnar verði til í Lista­há­skólanum

Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun.

Innlent
Fréttamynd

Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands

Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu

Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið.

Innlent
Fréttamynd

Hús íslenskunnar heitir Edda

Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað

Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Aðhaldsaðgerðir ógna nýliðun innan háskólasamfélagsins, rannsóknum og þekkingarsköpun á Íslandi

Talsverður hluti af framlagi Háskóla Íslands til rannsókna og þekkingarsköpunar á Íslandi og alþjóðlega byggist á vinnu doktorsnema og nýdoktora. Doktorsnemar og nýdoktorar við Háskóla Íslands finna í auknum mæli fyrir því að grafið er undan skilyrðum rannsókna, fræðistarfa og háskólakennslu og hafa miklar áhyggjur af framtíð Háskólans, nýliðun og starfsmöguleikum í háskólasamfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skólinn glímir við gervi­greindina

Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hlust­að á starfs­fólk sem vill hald­a sínu vinn­u­rým­i

Mjög mikil óánægja er meðal starfsmanna Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnuumhverfi að sögn prófessors við skólann. Rannsóknir sýni að afköst og starfsánægja minnki við breytingarnar. Leita þurfi annarra lausna og taka mið af eðli starfsins en ekki hafi verið hlustað á þeirra sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

Arent Orri nýr formaður Vöku

Ný stjórn Vöku, hagsmunafélags lýðræðissinnaðra stúdenta, var kosin á aðalfundi félagsins í gær. Arent Orri Jónsson lögfræðinemi var kjörinn nýr formaður félagsins en hann tekur við keflinu af Viktori Pétri Finnssyni.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt fyrirtæki brautryðjandi í baráttunni við fjölónæmar bakteríur

Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Akthelia er brautryðjandi í rannsóknum sem leitt gætu til byltingar í baráttunni við bakteríur sem í vaxandi mæli verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Evrópusambandið hefur styrkt rannsóknir fyrirtækisins um tæpan milljarð sem kom á elleftu stundu því horfur voru á að loka þyrfti rannsóknarstofu fyrirtækisins vegna fjárskorts.

Innlent
Fréttamynd

Til hvers eru háskólar?

Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Um stöðu og starf­semi Há­skóla Ís­lands

Almenningur og stjórnvöld gera ríkar og margvíslegar kröfur til Háskóla Íslands. Það er bæði æskilegt og eðlilegt – það er til marks um mikilvægi hans. Traust til skólans er einn okkar allra mikilvægasti mælikvarði og hefur Háskóli Íslands lengi verið í efstu sætum yfir þær stofnanir sem almenningur á Íslandi treystir best. Ég fagna allri umræðu um stöðu skólans enda er hann opinber stofnun sem á að þjóna íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Mun ríkisstjórn standa við áform um fjármögnun háskóla?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála hefur mikinn metnað fyrir því að auka vægi háskóla- og þekkingarsamfélagsins í stefnumótun stjórnvalda. Það er fagnaðarefni og ástæða til að taka undir með henni. Allir mælikvarðar sem íslenskt háskólasamfélag notar eru alþjóðlegir; við berum okkur saman við háskóla og vísindamenn á alþjóðlegum vettvangi.

Skoðun