Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson og Styrmir Hallsson skrifa 31. mars 2025 15:30 Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Heilbrigðismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun