Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson, Alma Hafsteinsdóttir, Steinn Guðmundsson og Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifa 17. mars 2025 12:30 Á mánudaginn var efndu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og hópur kennara og nemenda til hádegisfundar á Þjóðminjasafninu. Þetta var fallegur dagur en fundarefnið var það ekki. Til umræðu var nefnilega spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands. Til fundarins var boðað í aðdraganda rektorskjörs, en ljóst er að fjármögnun Háskólans með þessum hætti sætir vaxandi andstöðu jafnt utan veggja skólans sem innan þeirra. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, sagði frá þeirri samfélagslegu skömm sem fylgir spilafíkn og gerir það að verkum að raddir spilafíkla fá ekki að heyrast. Þetta kemur í veg fyrir að raunveruleg umræða eigi sér stað um spilakassarekstur Háskóla Íslands og þær alvarlegu samfélagslegu, efnahagslegu og heilsufarslegu afleiðingar sem af honum hljótast. Umræðan verður að snúast um reksturinn eins hann er, ekki eins og við vildum að hann væri. Og þá er grundvallaratriði að rætt sé um – og jafnframt hlustað á – þann fámenna hóp sem stendur vaktina við spilakassana með líf sitt og aleigu að veði og sér þannig Háskólanum fyrir tekjum. Þessi hlið rekstursins er kjarni málsins, sagði Alma. Hún minnti á að það væri „hægt að hætta“ og vísaði til þess þegar SÁÁ hætti rekstri spilakassa árið 2020. Vilji Háskólinn láta taka sig alvarlega fylgir hann í fótspor SÁÁ, lokar spilakössunum og einsetur sér í staðinn að verða leiðandi í umræðunni um skaðsemi þeirra. Hlutleysi er ekki í boði. Það er samþykki í reynd. Heather Wardle, prófessor og sérfræðingur í fjárhættuspilum við Glasgow-háskóla lagði áherslu á að spilakassar væru ekki hefðbundin afþreying. Þeir eru þannig hannaðir að spilarar gleyma stað og stund. Spilakassar eru að mörgu leyti ólíkir annarri söluvöru. Neyslunni eru engin líkamleg takmörk sett, eins og á t.d. við um matarfíkn og alkóhólisma. Hönnun kassanna er þannig að þeir ná neytandanum á sitt vald. Á sama tíma og neytandanum er meinað um mikilvægar upplýsingar – t.d. um verð vörunnar sem er óljóst og oft óútreiknanlegt – hefur rekstraraðilinn aðgang að ýmsum mikilvægum upplýsingum um neytandann. Heather taldi upp marga af eiginleikum hættulegustu spilakassanna: hraðan og óslitinn takt leiksins, sjónræna og hljóðræna örvun, reglulega umbun í formi bónusleikja, og blekkingar þar sem frestun á tapi er dulbúin sem sigur svo fátt eitt sé nefnt. Þess má geta að spilakassar Háskólans eru einmitt af þessari hættulegu gerð. Heather sagði enn fremur að rannsóknir sýndu að spilakassar væru ein hættulegasta tegund fjárhættuspila og sérstaklega hættulegir ungu fólki. Þeir fela í sér vanmetna og alvarlega hættu fyrir heilsu og velferð einstaklinga og samfélaga. Skaðinn er margvíslegur: allt frá neikvæðum áhrifum á efnahag, heilsu og geðheilsu, sambönd og fjölskyldur, til samfélagslegra og menningarlegra afleiðinga á borð við aukningu ofbeldis. Rannsóknir sem Heather vísaði til sýna fram á að meirihluti tekna fjárhættuspilafyrirtækja koma frá fámennum hópi spilara. Á bilinu 5–20% spilara standa undir áttatíu prósent teknanna, einmitt sá hópur sem glímir við spilafíkn. Hún benti á ástralska rannsókn sem sýndi að þegar spilakössum var fækkað í Vestur-Ástralíu þá minnkaði spilavandinn. Hún kom einnig inn á það hvernig spilakassarekstur stríðir gegn heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu fátæktar (1), heilsu og vellíðan (3), jafnrétti kynjanna (5), góða atvinnu og hagvöxt (8) og aukinn jöfnuð (10). Hún lagði sérstaka áherslu á markmið 16 um frið, réttlæti og ábyrgar stofnanir. Spilakassarekstrinum fylgja meðal annars ofbeldisglæpir og skipulögð glæpastarfsemi. Þegar stofnanir sem varða almannahag njóta góðs af þessum rekstri verður erfitt að vinda ofan af honum. Slíkir hagsmunaárekstrar geta augljóslega grafið undan trausti á stofnunum á borð við háskóla. Að fundi loknum spurðum við Heather skriflega hvaða ráð hún gæfi rektorsframbjóðendum varðandi spilakassarekstur Háskólans. Svar hennar er svohljóðandi: „Þeir ættu að hætta þessari fjármögnun. Auk þess ættu þeir að styðja við stofnun opinna og aðgengilegra meðferðarúrræða fyrir alla þá sem hafa orðið fyrir skaða af völdum fjárhættuspila og taka þátt í vitundarvakningu um skaðsemi fjárhættuspila. Það verður að rjúfa vítahring skammar og útskúfunar til að hjálpa því fólki sem þarf á hjálp að halda.“ Lenya Rún Taha Karim lögfræðingur og fyrrum stúdentaráðsliði sagði frá tveimur tillögum sem hún hefur lagt fram um lokun spilakassa, í stúdentaráði þar sem hún var í minnihluta, og á Alþingi sem varaþingmaður. Í stúdentaráði var tillagan samþykkt eftir talsverðar umræður en á þingi vildi fólk ekki leggjast gegn þeim „ósnertanlegu“ stofnunum sem reiða sig á rekstur spilakassa: Rauða krossinum, Landsbjörg og Háskóla Íslands. Hún minnti á að stúdentar hefðu öfluga rödd og að hún teldi að mikill meirihluti þeirra vildi láta loka kössunum. Það væri fráleitt að Háskólinn, sem segist vera siðlegur, skuli reiða sig á spilakassa. Kristján Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, sagði frá aðdraganda þess að rekstur spilakassanna hófst árið 1993, sem var samdráttur í tekjum Happdrættis Háskóla Íslands um þriðjung í kreppunni árin 1990–1992. Hlutfall kassanna í tekjunum var hóflegt í fyrstu en hefur smám saman verið að aukast og er nú um 80%. Hlutur Háskólans á spilakassamarkaði hefur farið vaxandi, úr 55% 2014 í 74% 2023. Tekjurnar voru 3 milljarðar 2023 en rekstrarkostnaður rúmur helmingur af þeim. Kristján sagði frá útreikningum sínum sem sýna að 40% teknanna koma frá 350 spilafíklum sem tapi að jafnaði rúmum þremur og hálfri milljón árlega og 60% komi frá alls 3000 manns sem tapi að jafnaði 600 þúsundum á ári. Aðrir Íslendingar spili ekki í spilakössum HÍ. Kristján las síðan lokaorð skýrslu starfshóps á vegum rektors frá 2021 um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættisins. Þau eru afgerandi: helsta menntastofnun okkar verði að taka tillit til nýjustu rannsókna á áhrifum spilakassa og grípa tafarlaust til aðgerða. Skýrslunni var stungið undir stól. Hann sagði líka frá Gallup-könnun frá 2020 þar sem 86% handahófsúrtaks sögðust fylgjandi því að slökkt væri á spilakössunum til frambúðar. Yfirstjórn Háskóla Íslands getur ekki haldið áfram að geyma hausinn í sandinum. Tilraunastarfsemi HÍ með þessa viðkvæmu hópa í samfélaginu hefur valdið miklu meiri skaða en ábata. Við krefjumst þess að nýr rektor taki mark á nýjustu rannsóknum, loki spilakössunum og sendi þá þangað sem þeir eiga heima, á Þjóðminjasafnið. Kristján Jónasson prófessor við HÍ Alma Hafsteins formaður SÁS Steinn Guðmundsson prófessor við HÍ Tryggvi Rúnar Brynjarsson doktorsnemi í HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Alma Hafsteinsdóttir Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn var efndu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og hópur kennara og nemenda til hádegisfundar á Þjóðminjasafninu. Þetta var fallegur dagur en fundarefnið var það ekki. Til umræðu var nefnilega spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands. Til fundarins var boðað í aðdraganda rektorskjörs, en ljóst er að fjármögnun Háskólans með þessum hætti sætir vaxandi andstöðu jafnt utan veggja skólans sem innan þeirra. Alma Hafsteins, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, sagði frá þeirri samfélagslegu skömm sem fylgir spilafíkn og gerir það að verkum að raddir spilafíkla fá ekki að heyrast. Þetta kemur í veg fyrir að raunveruleg umræða eigi sér stað um spilakassarekstur Háskóla Íslands og þær alvarlegu samfélagslegu, efnahagslegu og heilsufarslegu afleiðingar sem af honum hljótast. Umræðan verður að snúast um reksturinn eins hann er, ekki eins og við vildum að hann væri. Og þá er grundvallaratriði að rætt sé um – og jafnframt hlustað á – þann fámenna hóp sem stendur vaktina við spilakassana með líf sitt og aleigu að veði og sér þannig Háskólanum fyrir tekjum. Þessi hlið rekstursins er kjarni málsins, sagði Alma. Hún minnti á að það væri „hægt að hætta“ og vísaði til þess þegar SÁÁ hætti rekstri spilakassa árið 2020. Vilji Háskólinn láta taka sig alvarlega fylgir hann í fótspor SÁÁ, lokar spilakössunum og einsetur sér í staðinn að verða leiðandi í umræðunni um skaðsemi þeirra. Hlutleysi er ekki í boði. Það er samþykki í reynd. Heather Wardle, prófessor og sérfræðingur í fjárhættuspilum við Glasgow-háskóla lagði áherslu á að spilakassar væru ekki hefðbundin afþreying. Þeir eru þannig hannaðir að spilarar gleyma stað og stund. Spilakassar eru að mörgu leyti ólíkir annarri söluvöru. Neyslunni eru engin líkamleg takmörk sett, eins og á t.d. við um matarfíkn og alkóhólisma. Hönnun kassanna er þannig að þeir ná neytandanum á sitt vald. Á sama tíma og neytandanum er meinað um mikilvægar upplýsingar – t.d. um verð vörunnar sem er óljóst og oft óútreiknanlegt – hefur rekstraraðilinn aðgang að ýmsum mikilvægum upplýsingum um neytandann. Heather taldi upp marga af eiginleikum hættulegustu spilakassanna: hraðan og óslitinn takt leiksins, sjónræna og hljóðræna örvun, reglulega umbun í formi bónusleikja, og blekkingar þar sem frestun á tapi er dulbúin sem sigur svo fátt eitt sé nefnt. Þess má geta að spilakassar Háskólans eru einmitt af þessari hættulegu gerð. Heather sagði enn fremur að rannsóknir sýndu að spilakassar væru ein hættulegasta tegund fjárhættuspila og sérstaklega hættulegir ungu fólki. Þeir fela í sér vanmetna og alvarlega hættu fyrir heilsu og velferð einstaklinga og samfélaga. Skaðinn er margvíslegur: allt frá neikvæðum áhrifum á efnahag, heilsu og geðheilsu, sambönd og fjölskyldur, til samfélagslegra og menningarlegra afleiðinga á borð við aukningu ofbeldis. Rannsóknir sem Heather vísaði til sýna fram á að meirihluti tekna fjárhættuspilafyrirtækja koma frá fámennum hópi spilara. Á bilinu 5–20% spilara standa undir áttatíu prósent teknanna, einmitt sá hópur sem glímir við spilafíkn. Hún benti á ástralska rannsókn sem sýndi að þegar spilakössum var fækkað í Vestur-Ástralíu þá minnkaði spilavandinn. Hún kom einnig inn á það hvernig spilakassarekstur stríðir gegn heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu fátæktar (1), heilsu og vellíðan (3), jafnrétti kynjanna (5), góða atvinnu og hagvöxt (8) og aukinn jöfnuð (10). Hún lagði sérstaka áherslu á markmið 16 um frið, réttlæti og ábyrgar stofnanir. Spilakassarekstrinum fylgja meðal annars ofbeldisglæpir og skipulögð glæpastarfsemi. Þegar stofnanir sem varða almannahag njóta góðs af þessum rekstri verður erfitt að vinda ofan af honum. Slíkir hagsmunaárekstrar geta augljóslega grafið undan trausti á stofnunum á borð við háskóla. Að fundi loknum spurðum við Heather skriflega hvaða ráð hún gæfi rektorsframbjóðendum varðandi spilakassarekstur Háskólans. Svar hennar er svohljóðandi: „Þeir ættu að hætta þessari fjármögnun. Auk þess ættu þeir að styðja við stofnun opinna og aðgengilegra meðferðarúrræða fyrir alla þá sem hafa orðið fyrir skaða af völdum fjárhættuspila og taka þátt í vitundarvakningu um skaðsemi fjárhættuspila. Það verður að rjúfa vítahring skammar og útskúfunar til að hjálpa því fólki sem þarf á hjálp að halda.“ Lenya Rún Taha Karim lögfræðingur og fyrrum stúdentaráðsliði sagði frá tveimur tillögum sem hún hefur lagt fram um lokun spilakassa, í stúdentaráði þar sem hún var í minnihluta, og á Alþingi sem varaþingmaður. Í stúdentaráði var tillagan samþykkt eftir talsverðar umræður en á þingi vildi fólk ekki leggjast gegn þeim „ósnertanlegu“ stofnunum sem reiða sig á rekstur spilakassa: Rauða krossinum, Landsbjörg og Háskóla Íslands. Hún minnti á að stúdentar hefðu öfluga rödd og að hún teldi að mikill meirihluti þeirra vildi láta loka kössunum. Það væri fráleitt að Háskólinn, sem segist vera siðlegur, skuli reiða sig á spilakassa. Kristján Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, sagði frá aðdraganda þess að rekstur spilakassanna hófst árið 1993, sem var samdráttur í tekjum Happdrættis Háskóla Íslands um þriðjung í kreppunni árin 1990–1992. Hlutfall kassanna í tekjunum var hóflegt í fyrstu en hefur smám saman verið að aukast og er nú um 80%. Hlutur Háskólans á spilakassamarkaði hefur farið vaxandi, úr 55% 2014 í 74% 2023. Tekjurnar voru 3 milljarðar 2023 en rekstrarkostnaður rúmur helmingur af þeim. Kristján sagði frá útreikningum sínum sem sýna að 40% teknanna koma frá 350 spilafíklum sem tapi að jafnaði rúmum þremur og hálfri milljón árlega og 60% komi frá alls 3000 manns sem tapi að jafnaði 600 þúsundum á ári. Aðrir Íslendingar spili ekki í spilakössum HÍ. Kristján las síðan lokaorð skýrslu starfshóps á vegum rektors frá 2021 um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættisins. Þau eru afgerandi: helsta menntastofnun okkar verði að taka tillit til nýjustu rannsókna á áhrifum spilakassa og grípa tafarlaust til aðgerða. Skýrslunni var stungið undir stól. Hann sagði líka frá Gallup-könnun frá 2020 þar sem 86% handahófsúrtaks sögðust fylgjandi því að slökkt væri á spilakössunum til frambúðar. Yfirstjórn Háskóla Íslands getur ekki haldið áfram að geyma hausinn í sandinum. Tilraunastarfsemi HÍ með þessa viðkvæmu hópa í samfélaginu hefur valdið miklu meiri skaða en ábata. Við krefjumst þess að nýr rektor taki mark á nýjustu rannsóknum, loki spilakössunum og sendi þá þangað sem þeir eiga heima, á Þjóðminjasafnið. Kristján Jónasson prófessor við HÍ Alma Hafsteins formaður SÁS Steinn Guðmundsson prófessor við HÍ Tryggvi Rúnar Brynjarsson doktorsnemi í HÍ
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun