Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar 14. mars 2025 11:31 Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör. Loksins svaraði ráðuneytið Greinarkornið ýtti hins vegar við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svaraði nú í byrjun marz erindi FA frá því í ágúst í fyrra, en þar var ráðuneytið hvatt til að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins (SE) frá 2021 um fjárhagslegan aðskilnað endur- og símenntunarsetra ríkisháskólanna frá annarri starfsemi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að í maílok 2021 hafi ráðuneytið sent öllum háskólum landsins bréf og komið tilmælum Samkeppniseftirlitsins á framfæri. Með því telji ráðuneytið sig hafa uppfyllt tilmæli SE. Vandinn er bara sá, eins og rakið var í fyrri grein undirritaðs, að viðbrögð háskólanna voru allsendis ófullnægjandi. Þeir settu inn á vefsíður sínar örfáar setningar um að rekstur endurmenntunarstofnana væri fjármagnaður með námskeiðsgjöldum og nyti ekki styrkja af skattfé. Engin rekstraryfirlit eru birt fyrir endurmenntunarsetrin. Í tilviki Endurmenntunar HÍ er engin grein gerð fyrir því hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Og svo það sé nú endurtekið: Þetta þýðir að einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Í svari ráðuneytisins við bréfi FA segir: „Í því ljósi er rétt að taka fram að ítarlegar leiðbeiningar fylgdu ekki frá SKE [svo] um hvað teldust fullnægjandi upplýsingar í þessu sambandi. Í kjölfar þessa bréfs mun ráðuneytið því óska umsagnar SKE [svo] um hvort þörf sé á að gefa út nánari leiðbeiningar til háskólanna.“ FA hefur fengið staðfest hjá Samkeppniseftirlitinu að því hafi borizt slík beiðni um leiðbeiningu frá ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar hafa legið fyrir í 28 ár Engin þörf ætti að vera á að Samkeppniseftirlitið útskýri fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu hvað felst í fjárhagslegum aðskilnaði samkeppnisrekstrar ríkisstofnana frá annarri starfsemi. Um það hefur legið fyrir skýr stefna og leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins í tæpa þrjá áratugi. Sú stefna var einmitt mótuð til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt 14. grein samkeppnislaga, sem kveður á um slíkan aðskilnað. En það myndi eflaust ekki skemma fyrir að SE stafaði þetta ofan í ráðuneytið og háskólana. Í stefnunni, sem gefin var út í nóvember 1997, segir m.a.: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Síðan fylgja ýtarlegar leiðbeiningar á tæplega 40 blaðsíðum um hvernig slíkum aðskilnaði skuli háttað og m.a. gætt að því allur raunverulegur kostnaður við samkeppnisstarfsemina sé dreginn fram. Vegna þess að ekkert sérgreint rekstraryfirlit um rekstur Endurmenntunar HÍ er birt opinberlega, er ekki hægt að segja með vissu hverjar tekjur hennar eru eða hlutdeild á markaði fyrir endur- og símenntun. Miðað við umsvif hennar verður hins vegar að ætla að tekjurnar séu vel yfir 180 milljónum, en það er 50 milljóna króna talan frá 1997 framreiknuð til verðlags dagsins í dag. Í ársreikningi HÍ árið 2013 var sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafa verið birtar undanfarin ár. Hvað segja frambjóðendurnir? Í ljósi ofangreinds er ástæða til að spyrja rektorsframbjóðendur aftur: Hvað ætla þeir að gera varðandi fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri Háskóla Íslands ef þeir ná kjöri? Ætla þeir að fara að samkeppnislögum og leiðbeiningum stjórnarráðsins um fjárhagslegan aðskilnað? Í þetta sinn væri gott að fá svör. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör. Loksins svaraði ráðuneytið Greinarkornið ýtti hins vegar við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svaraði nú í byrjun marz erindi FA frá því í ágúst í fyrra, en þar var ráðuneytið hvatt til að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins (SE) frá 2021 um fjárhagslegan aðskilnað endur- og símenntunarsetra ríkisháskólanna frá annarri starfsemi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að í maílok 2021 hafi ráðuneytið sent öllum háskólum landsins bréf og komið tilmælum Samkeppniseftirlitsins á framfæri. Með því telji ráðuneytið sig hafa uppfyllt tilmæli SE. Vandinn er bara sá, eins og rakið var í fyrri grein undirritaðs, að viðbrögð háskólanna voru allsendis ófullnægjandi. Þeir settu inn á vefsíður sínar örfáar setningar um að rekstur endurmenntunarstofnana væri fjármagnaður með námskeiðsgjöldum og nyti ekki styrkja af skattfé. Engin rekstraryfirlit eru birt fyrir endurmenntunarsetrin. Í tilviki Endurmenntunar HÍ er engin grein gerð fyrir því hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Og svo það sé nú endurtekið: Þetta þýðir að einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Í svari ráðuneytisins við bréfi FA segir: „Í því ljósi er rétt að taka fram að ítarlegar leiðbeiningar fylgdu ekki frá SKE [svo] um hvað teldust fullnægjandi upplýsingar í þessu sambandi. Í kjölfar þessa bréfs mun ráðuneytið því óska umsagnar SKE [svo] um hvort þörf sé á að gefa út nánari leiðbeiningar til háskólanna.“ FA hefur fengið staðfest hjá Samkeppniseftirlitinu að því hafi borizt slík beiðni um leiðbeiningu frá ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar hafa legið fyrir í 28 ár Engin þörf ætti að vera á að Samkeppniseftirlitið útskýri fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu hvað felst í fjárhagslegum aðskilnaði samkeppnisrekstrar ríkisstofnana frá annarri starfsemi. Um það hefur legið fyrir skýr stefna og leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins í tæpa þrjá áratugi. Sú stefna var einmitt mótuð til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt 14. grein samkeppnislaga, sem kveður á um slíkan aðskilnað. En það myndi eflaust ekki skemma fyrir að SE stafaði þetta ofan í ráðuneytið og háskólana. Í stefnunni, sem gefin var út í nóvember 1997, segir m.a.: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Síðan fylgja ýtarlegar leiðbeiningar á tæplega 40 blaðsíðum um hvernig slíkum aðskilnaði skuli háttað og m.a. gætt að því allur raunverulegur kostnaður við samkeppnisstarfsemina sé dreginn fram. Vegna þess að ekkert sérgreint rekstraryfirlit um rekstur Endurmenntunar HÍ er birt opinberlega, er ekki hægt að segja með vissu hverjar tekjur hennar eru eða hlutdeild á markaði fyrir endur- og símenntun. Miðað við umsvif hennar verður hins vegar að ætla að tekjurnar séu vel yfir 180 milljónum, en það er 50 milljóna króna talan frá 1997 framreiknuð til verðlags dagsins í dag. Í ársreikningi HÍ árið 2013 var sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafa verið birtar undanfarin ár. Hvað segja frambjóðendurnir? Í ljósi ofangreinds er ástæða til að spyrja rektorsframbjóðendur aftur: Hvað ætla þeir að gera varðandi fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri Háskóla Íslands ef þeir ná kjöri? Ætla þeir að fara að samkeppnislögum og leiðbeiningum stjórnarráðsins um fjárhagslegan aðskilnað? Í þetta sinn væri gott að fá svör. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun