Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar 25. mars 2025 11:31 Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun