Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 16. mars 2025 07:02 Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun