Einvígi aldarinnar

Fréttamynd

Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís

Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki.

Innlent
Fréttamynd

Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers

Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Skákheimurinn horfir til Íslands á ný

Evrópumótið er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spasskí mættust árið 1972. Rjóminn af sterkustu skákmeisturum heims mætir til leiks. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð skáklistarinnar í húfi

Norska undrabarnið Magnus Carlsen berst um heimsmeistaratitilinn í skák við indverska snillinginn Viswanathan Anand. Þeir eru fulltrúar mismunandi kynslóða en vonir standa til þess að sigur Carlsens gæti endurvakið áhuga almennings á skák.

Erlent
Fréttamynd

Lothar Schmid allur

Þýski stórmeistarinn og skákdómarinn Lothar Schmid lést um helgina, 85 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Fischer-setrið líklegasta nafnið

Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira, segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu ár liðin frá Einvígi aldarinnar

Fjörutíu ár eru liðin í dag frá því að Einvígi aldarinnar hófst. Þá tefldu þeir Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer sína fyrstu skák hér í Reykjavík. Skákmenn munu halda upp á daginn með því að nýtt húsnæði skákfélagsins á Suðurlandi verður vígt. Það er helgað minningu Fischers og verður í senn minningarsetur um hann. Gunnar Finnlaugsson skákáhugamaður hefur haft veg og vanda að byggingu hússins. Fischer hvílir, sem kunnugt er, í Laugardælakirkjugarði á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka hvað varð um muni úr einvígi aldarinnar

Skáksamband Íslands ætlar að skipa nefnd sem á að rannsaka hvað varð um muni, tengda svonefndu einvígi aldarinnar, þegar Boris Spassky og Bobby Fischer telfdu um heimsmeistaratitilinn í skák í Laugadalshöll árið 1972.

Innlent
Fréttamynd

Þetta var sko almennilegt skákpartý

Í tilefni af útkomu skáldsögunnar Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð var partý í versluninni Eymundsson á Skólavörðustíg þar sem eitt einvígisborðanna frá einvígi aldarinnar var notað hvorki meira né minna.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.