Viðskipti erlent

Skákborð Páls í Pólaris seldist ekki á uppboði í Kaupmannahöfn

Skákborðið var fyrst notað í sjöundu einvígisskák þeirra Bobby Fischer og Boris Spassky en þeirri skák lauk með jafntefli.
Skákborðið var fyrst notað í sjöundu einvígisskák þeirra Bobby Fischer og Boris Spassky en þeirri skák lauk með jafntefli.

Skákborð og talfmenn úr einvígi aldarinnar árið 1972 seldust ekki á uppboði í Kaupmannahöfn þar sem hæsta boð var langt undir matsverði þeirra.

Skákborð þetta var fyrst notað í sjöundu einvígisskák þeirra Bobby Fischer og Boris Spassky en þeirri skák lauk með jafntefli. Þá var Fischer búinn að ná undirtökunum í einvíginu. Borðið er áritað af þeim Fischer og Spassky og með í kaupunum auk taflmannanna fylgdi skákklukkan sem notuð var.

Þetta skákborð og fylgihlutir þess eru í eigu Páls G. Jónssonar oft kallaður Páll í Pólaris. Greint var frá því í fjölmiðlum í vetrarlok að Páll ætlaði að selja þessa muni sína í sumar.

Uppboðið var haldið á vegum uppboðshússins Bruun Rasmussen og nam hæsta boðið í skákborðið með fylgihlutunum rúmlega 18 milljónum króna. Bruun Rasmussen hafði hinsvegar metið þessa muni á allt að 40 milljónir króna. Aðeins fjögur boð komu, að því er segir í frétt í blaðinu Politiken.

Á heimasíðu Bruun Rasmussen segir hinsvegar að skákborðið sé áfram til sölu hjá þeim hafi einhver áhuga á að borga að sem Páll í Pólaris vill fá fyrir sinn snúð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×