Áliðnaður

Fréttamynd

Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundar­tanga

Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur.

Innlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða

Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020.

Innherji
Fréttamynd

Það er alltaf hægt að gera (eitt­hvað) betur

Við hjá Norðuráli vinnum við að framleiða ál, en við gerum það ekki hvernig sem er. Við teljum okkar hlutverk vera að skapa verðmæti á samkeppnishæfan hátt, framleiða ál sem mætir þörfum viðskiptavina og að vera ábyrgur samfélagsþegn.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun skerti orku til fiski­mjöls­bræðslna

Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálf­bær orku­fram­tíð

„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ál er ekki það sama og ál

Alvarleg staða í loftslagsmálum er flestum ljós, en engu að síður er sláandi að lesa niðurstöður nýútkominnar ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Alcoa sendir fólk utan í nám

„Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórir skipverjar útskrifaðir í morgun

Fjórir af tíu skipverjum súrálsskips sem greindust með kórónuveirusmit til Reyðarfjarðar í lok mars voru útskrifaðir í morgun. Fimm eru enn í einangrun um borð í skipinu en vonir standa til að þeir verði útskrifaðir fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið

Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur.

Innlent
Fréttamynd

Reyndust allir tíu vera með brasilíska afbrigðið

Skipverjar um borð í súrálskipinu Taurus Confidence sem smitaðir eru af Covid-19 eru allir með brasilíska afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við Fréttablaðið en raðgreiningu á smitunum er lokið.

Innlent
Fréttamynd

Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið

Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns.

Innlent