Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 10:32 Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun