Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 10:32 Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun