Tugmilljarða hagsmunir í húfi Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 13:05 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. Í nýrri greiningu SI segir að blikur séu á lofti í alþjóðaviðskiptum með breyttum áherslum Bandaríkjanna í tollamálum. Hækkun á tollum á innflutning vara frá Mexíkó, Kanada og Kína til Bandaríkjanna eigi að taka gildi á næstu vikum og búist sé við áformum um tollahækkanir á vörur frá Evrópu. „Óljóst er með útfærslu á þessu stigi. Ísland hefur ríka hagsmuni af utanríkisviðskiptum en góð lífskjör hér á landi byggja á sterkum og fjölbreyttum útflutningi og greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum.“ Utanríkisráðherra sammála Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að sagan sýndi að tollastríð væru aldrei af hinu góða og gögnuðust engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún sagði gott samband Íslendinga við Bandaríkin hafi verið þjóðinni gríðarlega dýrmætt og mikilvægt væri að samskipti þar á milli væru góð. Ekkert benti enn til þess að Ísland myndi lenda í tollaálögum Trumps. Munu bregðast við Í greiningu SI segir að forseti Bandaríkjanna hafi þann 2. febrúar 2025 undirritað tilskipun sem leggur 25 prósenta tolla á innflutning frá Kanada og Mexíkó og 10 prósenta viðbótartolla á innflutning frá Kína. Þetta sé talsverð hækkun frá því sem nú er. Stjórnvöld í Kanada ætli að svara með því að leggja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur og stjórnvöld í Mexíkó hyggist einnig leggja á 25 prósenta tolla á bandarískar vörur ásamt því að beita öðrum viðskiptatakmörkunum. Viðræður standa nú yfir á milli ríkjanna, samkvæmt nýlegum fréttum og gildistöku hafi verið frestað um mánuð í tilfelli Mexíkó og Kanada. Kínversk stjórnvöld hafi leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, og lýst því yfir að þau muni grípa til nauðsynlegra gagnaðgerða til að verja sína hagsmuni. Forseti Bandaríkjanna hefur varað við því að hann muni innan tíðar hækka tolla á innflutningsvörum frá löndum Evrópusambandsins (ESB) og Bretlandi. Fulltrúar ESB hafa lýst því yfir að brugðist verði við með hækkun tolla á innflutning bandarískra vara. Evrópa með 91 prósent Í greiningunni segir að frá Íslandi hafi verið fluttar út iðnaðarvörur til ESB og Bandaríkjanna fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þar af hafi vöruútflutningur til ESB numið 382 milljörðum króna eða rétt um 91 prósenti. Helstu vörur sem fluttar eru út til ESB séu ál og álvörur ásamt öðrum vörum orkusækins iðnaðar. Einnig séu fluttar þangað lækningavörur og -tæki, jarðefni og vörur til endurvinnslu. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar hafi verið til Bandaríkjanna hafi numið fjörutíu milljörðum króna árið 2023. Um sé að ræða lækningavörur og -tæki, matvæli, drykkjar- og landbúnaðarvörur, kísiljárn og aðrar iðnaðarvörur. Útflutningstekjur iðnaðar hafi numið 698 milljörðum króna árið 2023, en ál sé þar í meirihluta. Árið 2018 hafi Trump sett tíu prósenta toll á ál og kísiljárn frá Íslandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á útflutning kísiljárns en lítið sem ekkert ál sé flutt beint út til Bandaríkjanna. Útflutningur iðnaðar til ESB hafi numið 382 milljörðum króna árið 2023 og lækkað nokkuð milli ára en hann hafi numið 458 milljörðum króna árið 2022. Lækkunin sé vegna þróunar álverðs en langstærsti hluti álframleiðslu Íslands fari til ESB. Skattar og tollar Áliðnaður Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Í nýrri greiningu SI segir að blikur séu á lofti í alþjóðaviðskiptum með breyttum áherslum Bandaríkjanna í tollamálum. Hækkun á tollum á innflutning vara frá Mexíkó, Kanada og Kína til Bandaríkjanna eigi að taka gildi á næstu vikum og búist sé við áformum um tollahækkanir á vörur frá Evrópu. „Óljóst er með útfærslu á þessu stigi. Ísland hefur ríka hagsmuni af utanríkisviðskiptum en góð lífskjör hér á landi byggja á sterkum og fjölbreyttum útflutningi og greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum.“ Utanríkisráðherra sammála Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að sagan sýndi að tollastríð væru aldrei af hinu góða og gögnuðust engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún sagði gott samband Íslendinga við Bandaríkin hafi verið þjóðinni gríðarlega dýrmætt og mikilvægt væri að samskipti þar á milli væru góð. Ekkert benti enn til þess að Ísland myndi lenda í tollaálögum Trumps. Munu bregðast við Í greiningu SI segir að forseti Bandaríkjanna hafi þann 2. febrúar 2025 undirritað tilskipun sem leggur 25 prósenta tolla á innflutning frá Kanada og Mexíkó og 10 prósenta viðbótartolla á innflutning frá Kína. Þetta sé talsverð hækkun frá því sem nú er. Stjórnvöld í Kanada ætli að svara með því að leggja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur og stjórnvöld í Mexíkó hyggist einnig leggja á 25 prósenta tolla á bandarískar vörur ásamt því að beita öðrum viðskiptatakmörkunum. Viðræður standa nú yfir á milli ríkjanna, samkvæmt nýlegum fréttum og gildistöku hafi verið frestað um mánuð í tilfelli Mexíkó og Kanada. Kínversk stjórnvöld hafi leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, og lýst því yfir að þau muni grípa til nauðsynlegra gagnaðgerða til að verja sína hagsmuni. Forseti Bandaríkjanna hefur varað við því að hann muni innan tíðar hækka tolla á innflutningsvörum frá löndum Evrópusambandsins (ESB) og Bretlandi. Fulltrúar ESB hafa lýst því yfir að brugðist verði við með hækkun tolla á innflutning bandarískra vara. Evrópa með 91 prósent Í greiningunni segir að frá Íslandi hafi verið fluttar út iðnaðarvörur til ESB og Bandaríkjanna fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þar af hafi vöruútflutningur til ESB numið 382 milljörðum króna eða rétt um 91 prósenti. Helstu vörur sem fluttar eru út til ESB séu ál og álvörur ásamt öðrum vörum orkusækins iðnaðar. Einnig séu fluttar þangað lækningavörur og -tæki, jarðefni og vörur til endurvinnslu. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar hafi verið til Bandaríkjanna hafi numið fjörutíu milljörðum króna árið 2023. Um sé að ræða lækningavörur og -tæki, matvæli, drykkjar- og landbúnaðarvörur, kísiljárn og aðrar iðnaðarvörur. Útflutningstekjur iðnaðar hafi numið 698 milljörðum króna árið 2023, en ál sé þar í meirihluta. Árið 2018 hafi Trump sett tíu prósenta toll á ál og kísiljárn frá Íslandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á útflutning kísiljárns en lítið sem ekkert ál sé flutt beint út til Bandaríkjanna. Útflutningur iðnaðar til ESB hafi numið 382 milljörðum króna árið 2023 og lækkað nokkuð milli ára en hann hafi numið 458 milljörðum króna árið 2022. Lækkunin sé vegna þróunar álverðs en langstærsti hluti álframleiðslu Íslands fari til ESB.
Skattar og tollar Áliðnaður Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira