Lykillinn að orkuskiptunum er úr áli Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 09:01 Í dag tala einhverjir um að með endurskoðun raforkusamninga við stóriðju á Íslandi megi tryggja næga orkutil framtíðar. Með því móti getum við klárað orkuskiptin í samgöngum án frekari virkjunarframkvæmda. Endurskoðun raforkusamninga undir formerkjum skerðinga leiðir einfaldlega til forsendubrests í rekstri álveranna á Íslandi. Ef rekstrarforsendur álveranna bresta og álframleiðsla á Íslandi dregst verulega saman er ljóst að sama magn áls verður framleitt einhverstaðar annarstaðar í heiminum. Álframleiðsla hefur verið að færast í auknum mæli til Kína þar sem losun gróðurhúsalofttegunda í álframleiðslu er margfalt meiri en á Íslandi. Það skýrist af því að til framleiðslunnar er notuð raforka frá jarðefnaeldsneyti. Afleiðingin yrði sú að heildarlosun á heimsvísu myndi aukast mun meira en sá samdráttur í losun sem hlýst af orkuskiptum í samgöngum á Íslandi… langtum mun meira. Og þetta er allt sami lofthjúpurinn þar sem hnattstaða skiptir ekki máli þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda á heims vísu. Álið er stundum kallað græni málmurinn. Það er endingagott, auð endurvinnanlegt og minnkar orkunotkun í samgöngum vegna þess hversu létt það er. Þannig leikur álið lykilhlutverk í orkuskiptunum. Megin tilgangur orkuskiptanna er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess að svo megi verða er brýnt að hefja nú þegar virkjanaframkvæmdir samkvæmt samþykktri rammaáætlun. Áætlun sem var unnin í víðtæku samráði ólíkra hópa í jafnvægi við sjónarmið nýtingar og verndar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Orkumál Orkuskipti Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag tala einhverjir um að með endurskoðun raforkusamninga við stóriðju á Íslandi megi tryggja næga orkutil framtíðar. Með því móti getum við klárað orkuskiptin í samgöngum án frekari virkjunarframkvæmda. Endurskoðun raforkusamninga undir formerkjum skerðinga leiðir einfaldlega til forsendubrests í rekstri álveranna á Íslandi. Ef rekstrarforsendur álveranna bresta og álframleiðsla á Íslandi dregst verulega saman er ljóst að sama magn áls verður framleitt einhverstaðar annarstaðar í heiminum. Álframleiðsla hefur verið að færast í auknum mæli til Kína þar sem losun gróðurhúsalofttegunda í álframleiðslu er margfalt meiri en á Íslandi. Það skýrist af því að til framleiðslunnar er notuð raforka frá jarðefnaeldsneyti. Afleiðingin yrði sú að heildarlosun á heimsvísu myndi aukast mun meira en sá samdráttur í losun sem hlýst af orkuskiptum í samgöngum á Íslandi… langtum mun meira. Og þetta er allt sami lofthjúpurinn þar sem hnattstaða skiptir ekki máli þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda á heims vísu. Álið er stundum kallað græni málmurinn. Það er endingagott, auð endurvinnanlegt og minnkar orkunotkun í samgöngum vegna þess hversu létt það er. Þannig leikur álið lykilhlutverk í orkuskiptunum. Megin tilgangur orkuskiptanna er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess að svo megi verða er brýnt að hefja nú þegar virkjanaframkvæmdir samkvæmt samþykktri rammaáætlun. Áætlun sem var unnin í víðtæku samráði ólíkra hópa í jafnvægi við sjónarmið nýtingar og verndar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar