Viðskipti innlent

Fernando Costa nýr for­stjóri Alcoa Fjarðaáls

Árni Sæberg skrifar
Fernando Costa er nýr forstjóri Alcoa Fjarðaráls.
Fernando Costa er nýr forstjóri Alcoa Fjarðaráls. Alcoa Fjarðarál

Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá Alcoa Fjarðaráli.

Þar segir að Fernando sé Brasilíumaður og búi að mikilli og fjölbreyttri reynslu innan Alcoa. Hann hafi hafið störf í Alumar álverinu í Brasilíu árið 2002 og stýrt þar meðal annars ferlaþróun og rekstri kerskála. Árið 2015 hafi hann flutt til Bandaríkjanna þar sem hann hefur gegnt margvíslegum störfum og síðast verið svæðisstjóri Viðskiptakerfis Alcoa (Alcoa Business System) í Norður-Ameríku, með aðsetur í Pittsburgh.

Fernando sé með MBA gráðu frá Fundacao Getulio Vargas í Brasilíu og Executive MBA gráðu frá Háskólanum í Pittsburgh.

Fernando muni setjast að á Reyðarfirði ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum þeirra en dóttirin haldi áfram háskólanámi í Bandaríkjunum. 

„Fernando sagði á fundi með starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls að fjölskyldan hlakki til að takast á við þessar miklu breytingar og líti á flutninginn sem stórt tækifæri. Fernando sagðist vilja vera hvetjandi leiðtogi sem geri öðrum kleift að gera sitt besta.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×