Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 11:31 Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun