Skoski boltinn

„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“
Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu.

Bannað að skalla boltann daginn fyrir og daginn eftir leik
Skotar ætla að stíga stórt skref í átt að því að verja knattspyrnufólk sitt fyrir höfuðhöggum tengdum fótboltaiðkun.

Stólpagrín gert að Hart stem steinlá
Joe Hart, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þótti sýna mikla leikræna tilburði í leik með Celtic gegn Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Hætt í fótbolta til að huga að andlegri heilsu
Hin írska Clare Shine, leikmaður Glasgow City, er hætt í fótbolta vegna andlegrar vanlíðan. Shine var hluti af liði liði Glasgow City sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2020.

Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda
Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk.

Líka rekinn eftir 9-0 tap um helgina
Jack Ross er atvinnulaus eftir að Dundee United ákvað að láta þjálfarann fara eftir 9-0 tap gegn Skotlandsmeisturum Celtic um helgina. Hann hafði aðeins verið í starfinu í tíu vikur.

KR og Aberdeen vinna saman
KR-ingar hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára við skoska knattspyrnufélagið Aberdeen. Samningurinn felur í sér ýmsa ráðgjöf og þjónustu fyrir sigursælasta félag íslenskrar knattspyrnusögu.

Andy Goram fyrrum landsliðsmarkvörður Skota látinn
Andy Goram sem varði mark Skota á EM ´92 og ´96 og HM ´90 er látinn úr krabbameini einungis 58 ára að aldri.

Skoskur úrvalsdeildardómari kemur út úr skápnum
Knattspyrnudómarinn Craig Napier hefur opinberað að hann sé samkynhneigður. Napier hrósaði hinum unga Jake Daniels, leikmanni Blackpool, fyrir að taka skrefið og koma út úr skápnum.

Fyrrverandi markvörður Man Utd og Rangers á aðeins hálft ár eftir ólifað
Goðsögnin Andy Goram á aðeins hálft ár eftir ólifað eftir að hafa greinst nýverið með vélindakrabbamein á lokastigi. Goram gerði garðinn frægan með Rangers á tíunda áratug síðustu aldar og lék svo um skamma stund með Manchester United eftir aldamót.

Rangers skoskur bikarmeistari
Annan úrslitaleikinn í röð hjá Rangers þarf að framlengja til að knýja fram sigurvegara. Rangers tapaði gegn Frankfurt í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vítaspyrnukeppni í vikunni en gerði enginn mistök í framlengingunni gegn Hearts í skoska bikarnum í kvöld. Rangers vann þá 2-0 sigur.

Mikil gleði þegar strákurinn frétti að hann væri að fara á úrslitaleikinn
Ungur strákur og mikill stuðningsmaður Rangers hélt að foreldrar hans ætluðu að skilja hann eftir heima í Skotlandi en annað kom á daginn. Úr varð stórskemmtileg stund.

Celtic með níu fingur á titlinum eftir jafntefli í toppslagnum
Celtic er nú hársbreidd frá því að endurheimta skoska meistaratitilinn eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn ríkjandi meisturum og erkifjendum liðsins, Rangers, í dag.

Ætlar í hungurverkfall fyrir mikilvægasta leik tímabilsins
Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC, hefur gripið flestar fyrirsagnir bresku blaðanna síðasta sólarhring vegna afar óhefðbundins undirbúnings síns fyrir næsta leik liðsins. McGhee ætlar bæði að ofkæla og svelta sig fram til laugardags.

Báðust afsökunar á að hafa kallað nauðgarann rasista
Sky Sports þurfti að biðjast afsökunar á að hafa kallað skoska fótboltamanninn David Goodwillie rasista en ekki nauðgara.

Aberdeen heiðraði Sir Alex Ferguson með styttu | Afhjúpaði hana sjálfur
Sir Alex Ferguson er hvað frægastur fyrir að gera Manchester United að einu mesta stórveldi knattspyrnusögunnar. Hann afrekaði ekki síðri hluti með Aberdeen í Skotlandi áður en hann hélt til Manchester-borgar árið 1986 og nú hefur skoska félagið ákveðið að heiðra Skotann magnaða.

Enskur unglingalandsliðsmaður hjá Celtic vill spila fyrir danska landsliðið
Matt O'Riley hefur spilað fyrir tvö ensk unglingalandslið en hann sér framtíð sína ekki í enska A-landsliðinu heldur í því danska.

Stjóri Rangers brjálaður út í boltastráka Celtic
Giovanni van Bronckhorst, knattspyrnustjóri Rangers, var allt annað en sáttur með framkomu boltastráka Celtic í leik þessara fornu fjenda í skosku úrvalsdeildinni í gær.

Biðjast afsökunar á að hafa samið við nauðgarann og íhuga að láta hann fara
Skoska B-deildarliðið Raith Rovers ætlar ekki að nota nauðgarann David Goodwillie og íhugar að rifta samningi sínum við hann, áður en hann spilar leik fyrir félagið.

Celtic lék sér að erkifjendum sínum
Það var ekki mikil spenna í stórleik skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þar sem erkifjendurnir og Glasgow risarnir, Celtic og Rangers mættust.