Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

„Ljótt að plata“

„Ég skil sífellt minna í því sem Þorgerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengisstöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í sjónvarpssal í kvöld. Skömmu síðar sakaði hann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, formann Viðreisnar, um að „plata.“

Innlent
Fréttamynd

Lakkrískjóll Katrínar vekur at­hygli netverja

Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að henda símanum að loknum kosningum

Frambjóðendur flokkanna voru margir orðnir þreyttir þegar fréttastofa náði tali af þeim nú einum degi fyrir kjördag. Einn þeirra sagðist ætla að henda símanum eftir kosningar og annar ætlar að njóta sín í spa á sunnudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn í bókstaflegri framsókn

Mikil hreyfing er enn á fylgi flokkanna en samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna myndi ríkisstjórnin sem var fallin í gær fá lágmarksmeirihluta á Alþingi í kosningunum á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri kosið utan­kjör­fundar í ó­venju­legum kosningum

Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar.

Innlent
Fréttamynd

Skynsamleg varnaðarorð Seðlabankastjóra

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalistar kríta liðugt

Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega.

Skoðun
Fréttamynd

Allt sem þú þarft að vita um kosningarnar

Landsmenn munu ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Kjörstaðir verða opnaðir um allt land í fyrramálið, flestir klukkan níu og verður þeim í flestum tilfellum lokað klukkan 22. Vísir hefur tekið saman nokkur helstu atriðin varðandi kosningarnar og framkvæmd þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar rifust um jöfnuð

Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð mörgum heitt í hamsi þegar jöfnuður var til umræðu á Kappræðum fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sérstaklega löng kosninganótt fram undan

Landsmenn þurfa líklega að bíða langt fram á morgun eftir endanlegum niðurstöðum kosninganna um helgina. Slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða setja strik í reikninginn. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Eflum riðurannsóknir – höfnum hamfaraniðurskurði

Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti.

Skoðun
Fréttamynd

Blekkingarleikur Viðreisnar í gjaldmiðlamálum

Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB.

Skoðun
Fréttamynd

„Þó að við séum úti á landi þá erum við samt til“

Fólkið á Suðurlandi vill að framkvæmd brúar yfir Ölfusá verði flýtt, Austfirðingar vilja betri samgöngur og á Vestfjörðum minnir fólk á að heilbrigðismálin séu sett í forgang. Þetta kom fram í innslagi sem sýnt var í Kappræðuþætti Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Heilmikil dramatík í aðdraganda síðustu kosninga

Gengið verður til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Í framhaldinu munu flokkarnir þreifa hver á öðrum varðandi myndun ríkisstjórnar. Það er sannarlega ekki alltaf auðvelt og var það sannarlega ekki fyrir fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Ný Maskínu­könnun: Hvorki ríkis­stjórnin né Reykja­víkur­módelið ná meiri­hluta

Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Geir Jón skriplar á skötu

Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Fíla pönkið sem fylgir því að vera Vinstri græn - VG101

Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst verða samtöl við fólk alls staðar að úr samfélaginu fleiri og innihaldsríkari. Mörg málefni liggja félögum okkar og öðru góðu fólki á hjarta. Ég fæ gjarnan spurninguna “Af hverju ákvaðst þú að ganga til liðs við Vinstri græn?”

Skoðun
Fréttamynd

Svona voru kappræðurnar á Stöð 2

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram krafta sína til Alþingis næstu fjögur árin mæta í sjónvarpssal Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut og takast á í kappræðum að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent