Sósíalistar kríta liðugt Hörður Filippusson skrifar 24. september 2021 08:01 Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar