Blekkingarleikur Viðreisnar í gjaldmiðlamálum Birgir Ármannsson skrifar 23. september 2021 21:31 Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Birgir Ármannsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun