Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega

Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslandsmeistararnir felldu nafna sína

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan sjö stiga sigur, 95-88, er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Tap Akureyringa þýðir að liðið er fallið úr efstu deild.

Körfubolti
Fréttamynd

Sverrir Þór tekur við Grinda­vík

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er ein­fald­lega orku­stigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“

Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“

Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Ósáttur með dómarana undir lokin“

KR tapaði með þremur stigum gegn Val 81-78. Þetta var frestaður leikur frá því fyrir áramót og var Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, svekktur með hvernig dómararnir leystu það þegar KR reyndi að brjóta undir lok leiks.

Körfubolti
Fréttamynd

Við vissum að við myndum geta skorað auðveldlega

Breiðablik náði að fylgja stór sigrinum á KR eftir með því að leggja Tindastól á heimavelli fyrr í kvöld í leik sem var hluti af 14. umferð Subway deildar karla. Blikar náðu að spila sinn leik og unnu 107-98 sigur sem að kemur þeim enn nær því að komast í úrslitakeppnina. 

Körfubolti