Helgi Már: Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi Sverrir Mar Smárason skrifar 28. janúar 2022 20:50 Helgi Már Magnússon (til hægri) og Jakob Sigurðarson, þjálfarar KR. Vísir/Elín Björg KR vann virkilega öflugan tveggja stiga sigur, 83-81, á Grindavík er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild Karla í körfubolta í kvöld. KR hafði tapað stórt gegn Breiðablik í umferðinni á undan og sigurinn því sætur, sérstaklega þar sem sigurkarfan kom ekki fyrr en sekúndu fyrir leikslok. „Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti