„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“ Atli Arason skrifar 11. febrúar 2022 21:00 Hilmar Pétursson í baráttunni við EC Matthews Hulda Margrét Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum mjög góða vörn, við erum með Sigga P [Sigurð Pétursson] sem spilaði mjög góða vörn. Maður getur svo alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig en það geta samt líka allir hitt. Það er erfitt að spila vörn á móti okkur því það eru allir sem geta hitt úr sínum skotum og skotin voru að detta í dag,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Everage var stigahæstur í leiknum í kvöld með 32 stig. „Það er ótrúlegt og mikill heiður að spila með honum en maður lærir mikið af honum. Þegar manni vantar þrjú stig þá gefur maður honum bara boltann og við hinir færum okkur.“ Grindavík vann fyrri leik liðanna í Grindavík, 100-84. „Þeir unnu okkar seinast og við náðum að hefna okkur núna. Við hefðum viljað vinna með 16 stigum en sigur er sigur. Við tökum sigrinum,“ bætti Hilmar við en Blikar vildu frekar sigla sigrinum heim en að sækja innbyrðis stöðu á Grindavík. „Við ætluðum bara að reyna að vera skynsamir. Við höfum klúðrað svona leikjum þegar við erum yfir undir lok leiks þannig við vildum bara vera skynsamir í lokin á meðan við erum yfir.“ Breiðablik er með sigrinum búið að jafna Tindastól, ÍR og KR að stigum í 7.-10. sæti en öll lið eru með 14 stig. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Keflavík en Blikar telja sig vita uppskriftina af sigri gegn deildarmeisturunum. „Við þurfum að keyra á þá. Við viljum ekki hafa Milka og þessa stóru gæja inn í teig, við þurfum að hlaupa á þá og ná Milka út úr teignum og svo spilum við bara eins og við spiluðum núna á móti Grindavík, þá eigum við mjög góðan séns,“ sagði Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, að endingu. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
„Við spiluðum mjög góða vörn, við erum með Sigga P [Sigurð Pétursson] sem spilaði mjög góða vörn. Maður getur svo alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig en það geta samt líka allir hitt. Það er erfitt að spila vörn á móti okkur því það eru allir sem geta hitt úr sínum skotum og skotin voru að detta í dag,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Everage var stigahæstur í leiknum í kvöld með 32 stig. „Það er ótrúlegt og mikill heiður að spila með honum en maður lærir mikið af honum. Þegar manni vantar þrjú stig þá gefur maður honum bara boltann og við hinir færum okkur.“ Grindavík vann fyrri leik liðanna í Grindavík, 100-84. „Þeir unnu okkar seinast og við náðum að hefna okkur núna. Við hefðum viljað vinna með 16 stigum en sigur er sigur. Við tökum sigrinum,“ bætti Hilmar við en Blikar vildu frekar sigla sigrinum heim en að sækja innbyrðis stöðu á Grindavík. „Við ætluðum bara að reyna að vera skynsamir. Við höfum klúðrað svona leikjum þegar við erum yfir undir lok leiks þannig við vildum bara vera skynsamir í lokin á meðan við erum yfir.“ Breiðablik er með sigrinum búið að jafna Tindastól, ÍR og KR að stigum í 7.-10. sæti en öll lið eru með 14 stig. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Keflavík en Blikar telja sig vita uppskriftina af sigri gegn deildarmeisturunum. „Við þurfum að keyra á þá. Við viljum ekki hafa Milka og þessa stóru gæja inn í teig, við þurfum að hlaupa á þá og ná Milka út úr teignum og svo spilum við bara eins og við spiluðum núna á móti Grindavík, þá eigum við mjög góðan séns,“ sagði Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, að endingu.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Breiðablik Subway-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira