KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 12:08 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. vísir/vilhelm Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira