Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 23:30 Sigurður Orri Kristjánsson, Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson fóru um víðan völl í Framlengingunni. Stöð 2 Sport Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl. Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira