Landsliðið þurfti að gangast undir hraðpróf fyrir kórónuveirunni í morgun og fékk Haukur Helgi jákvæða niðurstöðu úr því. Hann verður því ekki með liðinu í kvöld að því er kemur fram í tilkynningu KKÍ.
Sama gildir um Baldur Þór Ragnarsson, einn aðstoðarþjálfara landsliðsins.
Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 20:00 og verður fylgst með hverju skrefi í beinni textalýsingu á Vísi.