Förðun

Rándýrar sjálfur úr stjörnum prýddu konuboði
Kim Kardashian birti mynd af sér með Opruh Winfrey og Jennifer Lopez á Instagram um helgina. Tilefnið var 25 ára starfsafmæli augabrúnadrottningarinnar Anastasiu Soare.

Drottning húðumhirðu mætt til landsins
Dr. Barbara Sturm er nafn sem allir húðumhirðuelskendur kannast við. Hún hefur þróast hljóðlega úr best geymda leyndarmáli beauty-editora yfir í að fylla baðherbergisskápa þekktustu andlita Hollywood.

Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023
Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka.

Förðunarfræðingur Hailey Bieber leysir frá skjóðunni
Það má gera ráð fyrir því þessa dagana að allt sem fyrirsætan Hailey Bieber gerir verði að tískubylgju. Nýjasta æðið er sérstök förðunartækni sem förðunarfræðingur Bieber notast við þegar hún farðar hana.

Kim Kardashian óþekkjanleg í nýju TikTok myndbandi
Það er alltaf gaman þegar við fáum að sjá nýjar hliðar á stjörnunum, því þær eru jú bara mannlegar eins og við öll. Athafnakonan Kim Kardashian sýndi heldur betur á sér nýja hlið í TikTok myndbandi sem hún birti í vikunni.

Heitustu trendin fyrir 2023
Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða.

Gísli Örn óþekkjanlegur eftir meðferð hjá Rögnu Fossberg
Leikarinn Gísli Örn Garðarsson er óþekkjanlegur í nýrri auglýsingu fyrir Happdrætti Háskóla Íslands. Það er förðunarmeistarinn Ragna Fossberg sem er snillingurinn á bak við gervið.

Lagði allt í förðunarferilinn og hefur síðan ekki litið um öxl
Sunna Björk Erlingsdóttir hefur gert það gott í förðunarheiminum undanfarin ár og hefur meðal annars unnið mikið með Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar skapandi lífi.

Hringur á fingur hjá Hörpu Kára
Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru trúlofuð. Þau trúlofuðu sig um áramótin.

Áramót 22/23 – „Get the look!“
Förðunarmeistarinn Birkir Már Hafberg gefur hér góð ráð fyrir áramótaförðunina.

Bregður sér í allra kvikinda líki í aðdraganda jólanna
Förðunarfræðingurinn Embla Wigum, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok, heldur úti afar skemmtilegu jóladagatali á samfélagsmiðlum sínum.

Förðunarráð frá Söru Dögg fyrir hátíðirnar
Sara Dögg Johansen, förðunarfræðingur og stafrænn markaðsfulltrúi snyrti- og sérvöru hjá Danól sá um hátíðaförðun fyrir jólalínu Andrea By Andrea. Við fengum Söru til að gefa góð ráð og sýna okkur vörurnar sem notaðar voru við förðunina.

Jólaförðun Stebbu - engin jól ef það er ekki smá glimmer!
Birkir Már Hafberg förðunarmeistari sýnir hér fallega förðun fyrir jólin. Fyrirsæta er Stefanía Katrín Sól Stefánsdóttir.

Snyrtivörur í jólagjöf slá alltaf í gegn
„Harðir pakkar eru langskemmtilegastir og sérstaklega þeir sem innihalda snyrtivörur, þær slá alltaf í gegn,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri Danól.

Glowup flytur og vöruúrvalið eykst
Verslunin Glowup selur snyrtivörur fyrir húð og hár ásamt förðunarvörum og býður frábært úrval af brúnkuvörum. Glowup byrjaði sem netverslun í september 2019 og rúmu ári síðar var opnuð verslun á Strandgötu 32 í Hafnarfirði. Nú flytur verslunin sig um set og opnar á nýju ári á Strandgötu 19.

Líkamsmeðferðirnar sem stjörnurnar stunda á alvöru Singles Day tilboðum
Singles DAY er tekinn með trompi í ár hjá The House of Beauty

Færð þú gullmiðann? Vegleg gjafabréf leynast í jóladagatölum Elira
Jóladagatöl fyrir fullorðna fólkið eru ekki síður vinsæl en barnadagatölin sem allir þekkja. Af ýmsu er að taka, en snyrtivöruverslunin Elira býður upp á stórglæsilegt snyrtivörudagatal fyrir þessi jól.

Myndaveisla: Lúxus og glamúr á glæsilegu förðunarkvöldi á Edition
Reykjavík Edition hótelið fylltist af fögrum fljóðum á föstudagskvöldið, þegar þar fór fram Masterclass á vegum Reykjavík Makeup School og Lancôme. Þar kenndi förðunarfræðingurinn Heiður Ósk gestum glæsilega hátíðarförðun.

Dökku litirnir horfnir: „Finnst þetta bara vera léleg afsökun“
Vala Emanuela Reynisdóttir upplifir erfiðleika við að finna förðunarvörur sem henta sér hér á landi. Vala, sem er dökk á hörund, segist hingað til hafa geta keypt sér farða sem hentar en nú sé búið að taka þá úr sölu. Framkvæmdastjóri Danól segir fyrirtækið alltaf hafa fjölbreytileika í huga.

Húsráðið: Hvernig á að þrífa farða úr fötum?
Hversu hrikalega svekkjandi að klæða sig upp, gera sig til og taka svo eftir blettum eftir farða í fötunum. Farða sem smitast í úlpu- eða skyrtukragann eða blett eftir varalit eða maskara í hvítu skyrtunni.