Besta deild karla

Fréttamynd

Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Víkingur stal stigi

Víkingur náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stjörnunni. Varamaðurinn Björgólfur Takefusa sem virðist koma í hörkuformi úr meiðslum jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komar fram yfir venjulegan leiktíma. Rausnarlegur viðbótartími hjá Valgeiri sem Víkingar fagna og Stjörnumenn furða sig á.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi á Hlíðarenda

Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik Keflvíkinga og KR-inga frestað um 50 daga

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum KR-inga í Pepsi-deild karla, annarsvegar vegna þátttöku KR-liðsins í Evrópukeppni og hinsvegar vegna úrslitaleik Valitorsbikarsins. Annar leikjanna er leikur Þórs og KR sem mætast einmitt í bikarúrslitaleiknum á laugardeginum 13. ágúst en þau áttu síðan að mætast í deildinni mánudaginn 15. ágúst.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur samdi við ÍBV til tveggja ára

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV en hann gekk í raðir úrvalsdeildarliðsins fyrir þetta keppnistímabil í Pepsideildinni í fótbolta. Guðmundur er frá Selfossi og er bróðir Ingólfs sem oftast er kenndur við Veðurguðina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enn óvissa með Jósef Kristin - FIFA komið í málið

Lítið gengur í deilum Grindvíkingsins Jósefs Kristins Jósefssonar við búlgarska félagið PSFC Chernomorets Burgas. Jósef, sem æft hefur með Grindvíkingum undanfarnar vikur, hefur enn ekki fengið laun greidd frá félaginu sem ennfremur neitar honum um félagaskipti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir og Haugesund í viðræðum um Andrés Má

Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson gæti verið á förum til norska knattspyrnufélagsins Haugesund. Norska félagið hefur gert tilboð í miðjumanninn og viðræður standa yfir milli félaganna. Kjartan Daníelsson formaður knattspyrnudeildar Fylkis staðfesti þetta við Vísi í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Sigurjónsson: Ég vil fá KR í úrslitaleiknum

„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Ég er alveg búinn á því en mjög glaður," sagði Þórsarinn Atli Sigurjónsson í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson á Stöð 2 Sport eftir að Þórsliðið hafði tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vægast sagt lélegur með hægri

Guðmundur Reynir Gunnarsson, bakvörður KR-inga, hefur farið á kostum með liðinu í sumar. Hann segir sig langa í atvinnumennsku hvenær sem af því verður. Guðmundur Reynir átti frábæran leik í 4-0 sigrinum á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar og er besti

Íslenski boltinn