Besta deild karla

Fréttamynd

Halldór Orri: Þetta var lélegur leikur

„Mér fannst þetta lélegur leikur. Mér fannst bæði lið vera léleg. Mér fannst við vilja þetta meira en við klikkum úr nokkrum dauðafærum, þar á meðal ég,“ sagði hetjan Halldór Orri Björnsson eftir jafnteflið við Fram 2-2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Eigum enn möguleika

"Við erum að rembast og reyna að vera með í þessari baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, því var þessu sigur virkilega mikilvægur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Setjum pressu á KR

"Þetta var erfiður leikur í kvöld enda eru Blikar með flott lið þó taflan sýni annað,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Þetta þriðja mark slátraði leiknum

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti enn á ný að öskra á sína menn í hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik þegar Fylkisliðið tapaði 1-3 á móti Val á Hlíðarenda í kvöld. Fylkismenn voru komnir 0-3 undir í hálfleik og leikurinn var í raun tapaður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján: Við erum búnir að vinna vel í hans málum

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, fór nýjar leiðir í kvöld þegar hann stillti upp byrjunarliðinu sínu í 3-1 sigri á Fylki. Kristján henti nýliðanum Kolbeini Kárasyni í fremstu víglínu og var með Andra Fannar Stefánsson fremstan á miðjunni. Þetta heppnaðist frábærlega og Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í byrjun júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Grindvík fjarlægist fallsætið

Grindavík vann dramatískan sigur á nágrönum sínum í Keflavík í kvöld, 2-1, með marki mínútu fyrir leikslok. Keflavík situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum í seinni hálfleik en Grindavík skoraði úr eina skoti sínu í hálfleiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þversláin klæddist svörtu og hvítu

KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jesper Holdt Jensen frá út leiktíðina

Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaður Stjörnunnar, leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Óttast er að Jesper sé með slitið krossband en hann var borinn af velli í 5-1 sigri Stjörnunnar á Þór síðastliðinn sunnudag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tekst Þór að spilla gleðisumri KR?

Nýliðar Þórs og Íslandsmeistaraefnin í KR mætast í úrslitum Valitor-bikars karla á Laugardalsvelli í dag. Þórsarar geta skráð nafn sitt á bikarinn í fyrsta sinn en KR-ingar eru öllu vanir þegar kemur að bikarnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fólk elskar að hata mig

Eyjapeyinn Tryggvi Guðmundsson er aðeins fjórum mörkum frá því afreki að jafna met Inga Björns Albertssonar yfir flest skoruð mörk í efstu deild íslenska fótboltans frá upphafi. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um metið, ferilinn og framtíðina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórður: Ekki okkar dagur

Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að sínir leikmenn hafi verið taugaóstyrkir þegar þeir töpuðu fyrir BÍ/Bolungarvík, 2-1, í 1. deildinni í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Sigurjónsson: Við erum vanir þessu

Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs gefur lítið fyrir að Akureyringar verði á nálum þegar þeir mæta KR í úrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu á morgun. Hann segir leikinn hljóta að vera stóra stund fyrir Akureyrarbæ.

Íslenski boltinn