Besta deild karla

Fréttamynd

Leik ÍBV og Selfoss frestað til morguns

Viðureign ÍBV og Selfoss í 12. umferð Pepsi-deildar karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Eyjum klukkan 16 í dag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steven Lennon ósáttur með vinnubrögð forráðamanna Fram

Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram segist ósáttur með að hafa ekki fengið að vita af áhuga KR á að fá sig til liðs við félagið og vill burt úr Safamýrinni. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni, umsjónarmanni þáttarins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekki búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin í KR

Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR sagði í samtali við Hjört Hjartarson á Boltanum á X-inu 977 í dag að ekki væri búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin leikmanns ÍA. Eins og fram hefur komið hafa Skagamenn samþykkt tilboð KR-inga í enska framherjann en Kristinn segir að ekkert sé frágengið í þessu má

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steven Lennon vill fara frá Fram í KR

Steven Lennon, framherji Fram í Pepsi-deild karla, sagði í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í morgun að hann óski þess að komast í herbúðir KR. Lennon er ósáttur við forráðamenn Fram að hann hafi ekki fengið að vita af því að félögin hafi rætt formlega um vistaskipti hans. Lennon sagði að Fram hafi nú þegar hafnað tilboði KR. Viðtalið við Lennon mun birtast í heild sinni á Vísi síðar í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍA getur ekki keppt við stóru liðin um leikmenn

Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnufélags ÍA segir félagið ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda sínum bestu leikmönnum þegar liðin á höfuðborgarsvæðinu sækist eftir þeim. Þau séu einfaldlega ríkari en ÍA. Þetta sagði Þórður í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun þegar við hann var rætt um fyrirhugaða sölu félagsins á framherjanum öfluga, Gary Martin til KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gary Martin: Þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um

Allt stefnir í að Gary Martin, enski framherji úrvalsdeildarliðs ÍA verði orðinn leikmaður KR áður en langt um líður. Forráðamenn KR hafa lagt fram formlegt tilboð í leikmanninn sem Skagamenn fara nú yfir. Líklegt þykir að samkomulag um kaupin náist, hugsanlega strax á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Ellismellurinn | Logi Ólafsson

Atriði úr gömlum íþróttaþáttum Stöðvar 2 sport hafa vakið athygli í þættinum Pepsi-mörkunum í sumar. Í síðasta þætti var ráðning Loga Ólafssonar sem landsliðsþjálfara árið 1996 rifjuð upp þar sem að Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður ræddi við Loga um nýja starfið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Reynir Leósson fékk kveðjugjöf

Reynir Leósson, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport, er hættur að spila fótbolta en hann hefur leikið með Víkingum í næst efstu deild í sumar. Reynir lék lengst af með ÍA á Akanesi og hann var um tíma atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir fékk kveðjugjöf í Pepsi-mörkunum í gærkvöld þar sem eina deildarmark varnarmannsins sterka var í aðalhlutverki og hljómsveitin Chicago sá um tónlistina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn skoruðu mörkin | Myndasyrpa

Skagamenn pökkuðu Selfyssingum saman 4-0 í viðureign liðanna á Skipaskaga í kvöld. Skagamenn leiddu með marki í hálfleik en skoruðu þrjú í síðari hálfleik og fögnuðu sínum fyrsta sigri frá því 20. maí.

Íslenski boltinn