Íslenski boltinn

Gary Martin mætti á sína fyrstu æfingu með KR | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Martin hlýðir á fyrirmæli Rúnars Kristinssonar í Vesturbænum í dag.
Martin hlýðir á fyrirmæli Rúnars Kristinssonar í Vesturbænum í dag. Mynd/Valli
Knattspyrnukappinn Gary Martin mætti á sína fyrstu æfingu hjá Íslands- og bikarmeisturum KR síðdegis í dag. Martin hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við liðið.

Félagaskipti Englendingsins hafa vakið töluverða athygli enda Martin ekki farið leynt með áhuga sinn á að komast frá Akranesi og í herbúðir KR-inga sem nú er raunin.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við á æfingu hjá KR og tók þessar myndir.

KR-ingar mæta Stjörnunni í toppslag í Pepsi-deildar karla í Garðabænum á laugardaginn klukkan 16.


Tengdar fréttir

ÍA og KR hafa samið um kaupverð á Gary Martin

Sóknarmaður Skagamanna Gary Martin nálgast KR eftir að félögin náðu samkomulagi um kaupverð á Martin í gærkvöldi. Þetta staðfesti Kristinn Kærnested formaður knattspyrnudeildar KR við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×