Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - FH 0-1 | Guðmann hetja FH Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 22. júlí 2012 00:01 FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira