Íslenski boltinn

Jóhann Þórhallsson verður áfram með Fylki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekkert verður af því að framherjinn Jóhann Þórhallsson gangi til liðs við uppeldisfélag sitt Þór.

Akureyrarliðið gerði á dögunum tilboð í Jóhann sem Fylkir samþykkti. Jóhann staðfesti hins vegar í samtali við íþróttadeild Vísis að ekkert yrði úr félagaskiptunum.

„Það verður ekkert af því."

„Ég vil klára tímabilið með Fylki, klára það sem ég var byrjaður á. Svo snerist þetta um fjölskylduaðstæður, vinnumál og annað," sagði Jóhann sem er samningsbundinn Fylki út tímabilið.

Þórsarar höfðu hug á að styrkja lið sitt fyrir baráttuna í 1. deildinni. Nú er ljóst að þeir þurfa að leita annarra krafta en Jóhanns.

Fylkir mætir Keflavík suður með sjó í 12. umferð Pepsi-deildar karla á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×