Besta deild karla

Fréttamynd

KR-ingar verða að vinna í kvöld

KR-ingar eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í Pepsi-deild karla og hafa ekki byrjað betur í 54 ár. Fyrir lið í sömu stöðu hefur fimmti leikurinn skipt öllu máli í gegnum tíðina. Blikar koma í heimsókn á KR-völlinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Wicks ekki í marki Þórsara í kvöld

Bandaríski markvörðurinn Joshua Wicks spilar ekki með Þórsliðinu á móti Fylki í kvöld en liðin mætast þá á Fylkisvellinum í 5. umferð Pepsi-deildar karla og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Joshua Wicks segir á twitter-síðu sinni að hann missi af leiknum af því að konan hans á von á sér á hverri stundu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lengsta bið í meira en hálf öld

Ólafsvíkur-Víkingar taka á móti Eyjamönnum í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klukkan 18.00 í kvöld en Ólsarar eru enn að bíða eftir sínu fyrsta stigi í efstu deild. Það hefur bara eitt lið þurfa að bíða jafnlengi eftir sínu fyrsta stigi í efstu deild og það félag þreytti frumraun sína í efstu deild fyrir meira en hálfri öld síðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Þór 1-4 | Fylkismenn niðurlægðir

Þór vann frábæran sigur á Fylki, 4-1, í fimmtu umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbæ. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik með rautt spjald og það náðu Þórsarar að nýta sér vel. Tveir sigrar í röð hjá Þór sem hafa sex stig í deildinni en Fylkir hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu og eru í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

Íslenski boltinn