Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 0-1 | Eitt mark dugði Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 27. maí 2013 10:35 Stjörnumenn unnu góðan útisigur á Fram í Laugardalnum í kvöld en Robert Sandnes skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Mark Sandnes var einkar laglegt en Framarar geta sjálfum sér um kennt fyrir að nýta ekki eitt þeirra fjölda færa sem liðið fékk í leiknum. Bæði lið fengu góð færi í upphafi leiks sem gaf góð fyrirheit. En leikurinn datt niður áður en að Sandnes, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Atla Jóhannsson í kvöld, skoraði af miklu harðfylgi. Hann fékk boltann frá Ólafi Karli og virtist hafa tapað boltanum. En hann hirti boltann af Ólafi Erni Bjarnasyni strax aftur og skoraði með föstu skoti í markhornið fjær. Nokkuð fjör var í leiknum eftir þetta og voru Framarar mun nær því að jafna metin en Stjörnumenn að bæta við. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Stjörnumenn fengu lítið að vera með boltann og Framarar sóttu nokkuð stíft á köflum en helsta vandmálið var að nokkuð illa gekk að klára sóknirnar með hættulegri marktilraun. Yfirburðir Framara voru þó talsverðir í síðari hálfleik en það var einnig jafn áberandi hversu slakir Stjörnumenn voru fram á við í síðari hálfleik. Liðið hefur verið þekkt fyrir leiftrandi góðan sóknarleik en hann var hvergi að finna í kvöld. Frömurum hefur gengið illa að nýta færin sín í upphafi Íslandsmótsins, eins og sást einna best í leiknum í kvöld. Spilamennska liðsins var á köflum ágæt, sérstaklega hjá Steven Lennon sem var duglegur að skapa færi fyrir sína menn. Stjörnumenn hafa ekki unnið marga 1-0 varnarsigra undanfarin ár en kannski bera úrslit leiksins í kvöld vott um nýja tíma í Garðabænum. Logi: Ekki áhyggjur af bitleysinu Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitanlega mjög sáttur við 1-0 sigur sinna manna á Fram í kvöld. „Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur og jafn, enda lið Fram mjög vel mannað og vel spilandi,“ sagði Logi við Vísi eftir leikinn. „Það var ekki sjálfgefið að fara héðan með þrjú stig en varnarleikurinn hélt, þrátt fyrir að þeir hafi náð að skapa sér nokkur færi í leiknum.“ Robert Sandnes kom inn í byrjunarliðið í kvöld í stað Atla Jóhannssonar og þakkaði traustið með því að skora sigurmarkið. „Ég hef lengi vitað að hann er duglegur og fylginn sér, enda var það harðfylgi sem skóp þetta mark hjá honum.“ Sóknarlína Stjörnunnar, með þá Veigar Pál og Garðar í fararbroddi, náði ekki að skapa mörg færi í kvöld. Logi hefur þó ekki áhyggjur af því. „Ekki á meðan við vinnum leiki, þá er gott að vita að við eigum svona góða menn inni. Það kemur, fyrr eða síðar. Á meðan við vinnum leiki þá hef ég ekki áhyggjur.“ Jóhann: Ný tilfinning fyrir okkur „Þetta var vinnsla í níutíu plús sem skilaði þessum stigum í hús að þessu sinni,“ sagði bakvörðurinn Jóhann Laxdal hjá Stjörnunni eftir leik. „Sóknarmenn Fram voru sprækir og fljótir í kvöld. Þeir tóku mig 2-3 sinnum í kvöld sem var ekki nógu gott hjá mér. Við þurftum að vera á tánum í kvöld og sem betur fer heppnaðist það.“ Jóhann segir það nýtt fyrir Stjörnuliðið að upplifa 1-0 sigra sem þessan. „Við erum ekki vanir þessari tilfinningu. Stundum er talað um þessa sem meistarasigra - að skora eitt og halda núllinu. En við erum ánægðir með að við erum farnir að bæta varnarleikinn hjá okkur.“ Hann neitar því ekki að sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri en í kvöld. „Við áttum erfitt með að halda boltanum og vera eitthvað að spila í seinni hálfleik. Þetta snerist um að halda haus í vörninni.“ Þorvaldur: Við gáfum þeim markið „Ég var ánægður með leikinn í dag, enda spiluðum við mjög vel,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. „Tveir síðustu leikir hafa verið mjög góðir en úrslitin hafa ekki verið eftir því. Ég var því ánægður með allt í dag nema úrslitin.“ „Mark í dag hefði breytt leiknum fyrir okkur, enda vorum við sjaldan í vandræðum með lið Stjörnunnar. Við gerðum klaufaleg mistök sem þeir nýttu sér.“ Það hefur gengið illa hjá Frömurum að nýta færin sín í upphafi Íslandsmótsins. „Það er oft erfitt að nýta færin og í kvöld fengum við nóg af þeim. Stjörnumenn voru svo sem ekki mikið með í leiknum og markið sem þeir skoruðu var í raun gjöf frá okkur.“ „Það er ekkert annað í stöðunni en að halda bara áfram og reyna að vinna fótboltaleiki. Það er líklegra að það sé stutt í sigurleikinn miðað við spilamennskuna.“ Lennon: Strákarnir eru svekktir Steven Lennon var allt í öllu í sóknarleik Fram, sérstaklega í seinni hálfleik, en Fram tapaði engu að síður fyrir Stjörnunni í kvöld, 1-0. „Við vorum meira með boltann og spiluðum fínan sóknarleik, sérstaklega í seinni hálfleik. En það voru þeir sem skoruðu markið og það er það sem telur í lok dags,“ sagði Lennon. „Það eru því nokkur vonbrigði að hafa ekki fengið stig úr þessum leik.“ „Við þurfum að nýta færin okkar betur, fyrst og fremst, til að ná góðum úrslitum í næstu leikjum. Við eigum Val næst í bikarnum og ætlum að vinna þann leik.“ „Strákarnir eru auðvitað svekktir eftir þessi úrslit, enda skiptir spilamennskan engu máli þegar leikir tapast. Við megum sérstaklega ekki við því að tapa heimaleikjum en vonandi breytist það í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Stjörnumenn unnu góðan útisigur á Fram í Laugardalnum í kvöld en Robert Sandnes skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Mark Sandnes var einkar laglegt en Framarar geta sjálfum sér um kennt fyrir að nýta ekki eitt þeirra fjölda færa sem liðið fékk í leiknum. Bæði lið fengu góð færi í upphafi leiks sem gaf góð fyrirheit. En leikurinn datt niður áður en að Sandnes, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Atla Jóhannsson í kvöld, skoraði af miklu harðfylgi. Hann fékk boltann frá Ólafi Karli og virtist hafa tapað boltanum. En hann hirti boltann af Ólafi Erni Bjarnasyni strax aftur og skoraði með föstu skoti í markhornið fjær. Nokkuð fjör var í leiknum eftir þetta og voru Framarar mun nær því að jafna metin en Stjörnumenn að bæta við. Svipað var upp á teningnum í síðari hálfleik. Stjörnumenn fengu lítið að vera með boltann og Framarar sóttu nokkuð stíft á köflum en helsta vandmálið var að nokkuð illa gekk að klára sóknirnar með hættulegri marktilraun. Yfirburðir Framara voru þó talsverðir í síðari hálfleik en það var einnig jafn áberandi hversu slakir Stjörnumenn voru fram á við í síðari hálfleik. Liðið hefur verið þekkt fyrir leiftrandi góðan sóknarleik en hann var hvergi að finna í kvöld. Frömurum hefur gengið illa að nýta færin sín í upphafi Íslandsmótsins, eins og sást einna best í leiknum í kvöld. Spilamennska liðsins var á köflum ágæt, sérstaklega hjá Steven Lennon sem var duglegur að skapa færi fyrir sína menn. Stjörnumenn hafa ekki unnið marga 1-0 varnarsigra undanfarin ár en kannski bera úrslit leiksins í kvöld vott um nýja tíma í Garðabænum. Logi: Ekki áhyggjur af bitleysinu Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitanlega mjög sáttur við 1-0 sigur sinna manna á Fram í kvöld. „Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur og jafn, enda lið Fram mjög vel mannað og vel spilandi,“ sagði Logi við Vísi eftir leikinn. „Það var ekki sjálfgefið að fara héðan með þrjú stig en varnarleikurinn hélt, þrátt fyrir að þeir hafi náð að skapa sér nokkur færi í leiknum.“ Robert Sandnes kom inn í byrjunarliðið í kvöld í stað Atla Jóhannssonar og þakkaði traustið með því að skora sigurmarkið. „Ég hef lengi vitað að hann er duglegur og fylginn sér, enda var það harðfylgi sem skóp þetta mark hjá honum.“ Sóknarlína Stjörnunnar, með þá Veigar Pál og Garðar í fararbroddi, náði ekki að skapa mörg færi í kvöld. Logi hefur þó ekki áhyggjur af því. „Ekki á meðan við vinnum leiki, þá er gott að vita að við eigum svona góða menn inni. Það kemur, fyrr eða síðar. Á meðan við vinnum leiki þá hef ég ekki áhyggjur.“ Jóhann: Ný tilfinning fyrir okkur „Þetta var vinnsla í níutíu plús sem skilaði þessum stigum í hús að þessu sinni,“ sagði bakvörðurinn Jóhann Laxdal hjá Stjörnunni eftir leik. „Sóknarmenn Fram voru sprækir og fljótir í kvöld. Þeir tóku mig 2-3 sinnum í kvöld sem var ekki nógu gott hjá mér. Við þurftum að vera á tánum í kvöld og sem betur fer heppnaðist það.“ Jóhann segir það nýtt fyrir Stjörnuliðið að upplifa 1-0 sigra sem þessan. „Við erum ekki vanir þessari tilfinningu. Stundum er talað um þessa sem meistarasigra - að skora eitt og halda núllinu. En við erum ánægðir með að við erum farnir að bæta varnarleikinn hjá okkur.“ Hann neitar því ekki að sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri en í kvöld. „Við áttum erfitt með að halda boltanum og vera eitthvað að spila í seinni hálfleik. Þetta snerist um að halda haus í vörninni.“ Þorvaldur: Við gáfum þeim markið „Ég var ánægður með leikinn í dag, enda spiluðum við mjög vel,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. „Tveir síðustu leikir hafa verið mjög góðir en úrslitin hafa ekki verið eftir því. Ég var því ánægður með allt í dag nema úrslitin.“ „Mark í dag hefði breytt leiknum fyrir okkur, enda vorum við sjaldan í vandræðum með lið Stjörnunnar. Við gerðum klaufaleg mistök sem þeir nýttu sér.“ Það hefur gengið illa hjá Frömurum að nýta færin sín í upphafi Íslandsmótsins. „Það er oft erfitt að nýta færin og í kvöld fengum við nóg af þeim. Stjörnumenn voru svo sem ekki mikið með í leiknum og markið sem þeir skoruðu var í raun gjöf frá okkur.“ „Það er ekkert annað í stöðunni en að halda bara áfram og reyna að vinna fótboltaleiki. Það er líklegra að það sé stutt í sigurleikinn miðað við spilamennskuna.“ Lennon: Strákarnir eru svekktir Steven Lennon var allt í öllu í sóknarleik Fram, sérstaklega í seinni hálfleik, en Fram tapaði engu að síður fyrir Stjörnunni í kvöld, 1-0. „Við vorum meira með boltann og spiluðum fínan sóknarleik, sérstaklega í seinni hálfleik. En það voru þeir sem skoruðu markið og það er það sem telur í lok dags,“ sagði Lennon. „Það eru því nokkur vonbrigði að hafa ekki fengið stig úr þessum leik.“ „Við þurfum að nýta færin okkar betur, fyrst og fremst, til að ná góðum úrslitum í næstu leikjum. Við eigum Val næst í bikarnum og ætlum að vinna þann leik.“ „Strákarnir eru auðvitað svekktir eftir þessi úrslit, enda skiptir spilamennskan engu máli þegar leikir tapast. Við megum sérstaklega ekki við því að tapa heimaleikjum en vonandi breytist það í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira