Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 3-1 | Haukur Heiðar byrjaði Sigmar Sigfússon á KR-velli skrifar 30. maí 2013 09:08 KR-ingar komust áfram í Borgunarbikarnum í knattspyrnu með 3 – 1 sigri á Grindavík í Vesturbænum í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari á öllum sviðum í leiknum og fyrstu deildar lið Grindarvíkur átti í stökustu vandræðum í leiknum. Fyrri hálfleikur var fjörlegur í meira lagi. KR-ingar stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi og sköpuðu sér mörg úrvalsfæri. Grindvíkingar áttu tvö dauðafæri í hálfleiknum. Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett upp allan völlinn og kom sér í gott færi en skaut framhjá. Fyrsta markið kom á 29. mínútu eftir varnarmistök Grindvíkinga sem Atli Sigurjónsson nýtti sér og skoraði glæsilegt mark með skoti úr vippu. Staðan í hálfleik var 1 - 0 fyrir heimamenn. Annað mark leiksins skoruðu gestirnir frá Grindavík. Þar var á ferðinni Jósef Kristinn Jósefsson sem náði frákastinu af skoti Óla Baldurs sem Hannes Halldór varði. Skyndilega var leikurinn orðinn jafn og allt opið. KR-ingar gáfu þá í og skoruðu þriðja mark leiksins stuttu síðar á 69. mínútu. Markið skoraði Mývetningurinn knái, Baldur Sigurðsson, sem hefur verið sjóðandi heitur það sem af er sumars. Eftir markið hjá Baldri var aðeins eitt lið á vellinum og sigur þeirra röndóttu aldrei í hættu. Jónas Guðni Sævarsson innsiglaði góðan sigur með glæsilegu marki fyrir KR-inga á 73. mínútu. Gary Martin átti þá fína sendingu sem Jónas tekur í fyrstu snertingu af 30 metra færi sem söng í markvinklinum. Afar fallegt mark sem er ef til vill eitt fallegasta mark sumarsins. Leikurinn endaði með 3-1 sigri heimamanna og KR-ingar sem eru ríkjandi bikarmeistarar eru komnir áfram í næstu umferð.Kjartan Henry: Ánægjulegt að vera kominn tilbakaSkemmtilegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, kom inn á þegar um fimm mínútur voru eftir. Hann hefur ekkert spilað í langan tíma og var að vonum ánægður með sigur sinna manna og endurkomu sína. „Ég er virkilega ánægður með liðið að hafa klárað þennan leik. Baldur kom okkur á bragðið aftur í leiknum og þá var þetta aldrei Hætta,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR eftir leikinn. Haukur Heiðar Hauksson byrjaði leikinn en tvímenningarnir hafa glímt við erfið meiðsli og endurkomu þeirra verið beðið lengi. „Staðan á mér er ekki góð svona formlega séð en virkilega gott að vera kominn tilbaka. Það er vonandi að maður geti byggt á þessu,“ Sagði Kjartan að lokum og bætti við „Svo er það alltaf spurning hvernig hnéð verður á morgun.“Milan Stefán: KR-ingar fljótir að refsa„Ef við hefðum nýtt færin sem við fengum í upphafi leiks hefði leikurinn þróast öðruvísi. En því miður fórum við illa með færin okkar og svo refsuðu KR-ingar okkur í kjölfarið,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkinga eftir leikinn. „Við náðum þó að koma tilbaka og jafna leikinn en gerum of mörg mistök sem kosta okkur leikinn. KR-ingar hafa sterkt lið og eru fljótir að refsa liðum sem gera mistök,“ sagði Milan Stefán „Heilt yfir er ég ánægður með baráttuna hjá mínum mönnum hérna í kvöld. Þetta eru mikið ungir strákar sem eru að gera virkilega góða hluti í 1. deildinni og eiga eftir að vera enn sterkari þegar líður á sumarið,“ sagði Milan Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
KR-ingar komust áfram í Borgunarbikarnum í knattspyrnu með 3 – 1 sigri á Grindavík í Vesturbænum í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari á öllum sviðum í leiknum og fyrstu deildar lið Grindarvíkur átti í stökustu vandræðum í leiknum. Fyrri hálfleikur var fjörlegur í meira lagi. KR-ingar stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi og sköpuðu sér mörg úrvalsfæri. Grindvíkingar áttu tvö dauðafæri í hálfleiknum. Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett upp allan völlinn og kom sér í gott færi en skaut framhjá. Fyrsta markið kom á 29. mínútu eftir varnarmistök Grindvíkinga sem Atli Sigurjónsson nýtti sér og skoraði glæsilegt mark með skoti úr vippu. Staðan í hálfleik var 1 - 0 fyrir heimamenn. Annað mark leiksins skoruðu gestirnir frá Grindavík. Þar var á ferðinni Jósef Kristinn Jósefsson sem náði frákastinu af skoti Óla Baldurs sem Hannes Halldór varði. Skyndilega var leikurinn orðinn jafn og allt opið. KR-ingar gáfu þá í og skoruðu þriðja mark leiksins stuttu síðar á 69. mínútu. Markið skoraði Mývetningurinn knái, Baldur Sigurðsson, sem hefur verið sjóðandi heitur það sem af er sumars. Eftir markið hjá Baldri var aðeins eitt lið á vellinum og sigur þeirra röndóttu aldrei í hættu. Jónas Guðni Sævarsson innsiglaði góðan sigur með glæsilegu marki fyrir KR-inga á 73. mínútu. Gary Martin átti þá fína sendingu sem Jónas tekur í fyrstu snertingu af 30 metra færi sem söng í markvinklinum. Afar fallegt mark sem er ef til vill eitt fallegasta mark sumarsins. Leikurinn endaði með 3-1 sigri heimamanna og KR-ingar sem eru ríkjandi bikarmeistarar eru komnir áfram í næstu umferð.Kjartan Henry: Ánægjulegt að vera kominn tilbakaSkemmtilegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, kom inn á þegar um fimm mínútur voru eftir. Hann hefur ekkert spilað í langan tíma og var að vonum ánægður með sigur sinna manna og endurkomu sína. „Ég er virkilega ánægður með liðið að hafa klárað þennan leik. Baldur kom okkur á bragðið aftur í leiknum og þá var þetta aldrei Hætta,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR eftir leikinn. Haukur Heiðar Hauksson byrjaði leikinn en tvímenningarnir hafa glímt við erfið meiðsli og endurkomu þeirra verið beðið lengi. „Staðan á mér er ekki góð svona formlega séð en virkilega gott að vera kominn tilbaka. Það er vonandi að maður geti byggt á þessu,“ Sagði Kjartan að lokum og bætti við „Svo er það alltaf spurning hvernig hnéð verður á morgun.“Milan Stefán: KR-ingar fljótir að refsa„Ef við hefðum nýtt færin sem við fengum í upphafi leiks hefði leikurinn þróast öðruvísi. En því miður fórum við illa með færin okkar og svo refsuðu KR-ingar okkur í kjölfarið,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkinga eftir leikinn. „Við náðum þó að koma tilbaka og jafna leikinn en gerum of mörg mistök sem kosta okkur leikinn. KR-ingar hafa sterkt lið og eru fljótir að refsa liðum sem gera mistök,“ sagði Milan Stefán „Heilt yfir er ég ánægður með baráttuna hjá mínum mönnum hérna í kvöld. Þetta eru mikið ungir strákar sem eru að gera virkilega góða hluti í 1. deildinni og eiga eftir að vera enn sterkari þegar líður á sumarið,“ sagði Milan Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira