Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 3-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 30. maí 2013 09:12 FH er komið í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 3-2 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-1. Atli Viðar Björnsson kom FH í tvígang yfir en í milli tíðinni jafnaði Haraldur Freyr Guðmundsson metin, rétt fyrir hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög hægur og lítið um færi. Keflavík var sterkari aðilinn áður en FH komst yfir en FH hafði átt ágætan kafla áður en Keflavík jafnaði. Því má segja að bæði mörk fyrri hálfleiks hafi verið skoruð gegn gangi leiksins. Það tók FH aðeins fimm mínútur að skora í seinni hálfleik. Liðið keyrði upp hraðann í upphafi seinni hálfleiks og náði að láta boltann ganga á milli kanta sem hafði ekki gerst í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir hraðari leik í seinni hálfleik óð FH ekki í færum en var engu að síður sterkari aðilinn í leiknum og sótti mikið. Keflavík sem lék ágætlega í fyrri hálfleik fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik og var heppið að lenda ekki manni færri þegar markvörður liðsins, David Preece, fékk aðeins gult spjald fyrir að taka Atla Viðar Björnsson niður rétt utan vítateigs, sem aftasti maður. Varamaðurinn Kristján Gauti Emilsson refsaði Keflavík með góðu marki á 90. mínútu. Keflvíkingar höfðu fært lið sitt framarlega í leit að jöfnunarmarki og Kristján komst auðveldlega inn fyrir vörnina og tryggði FH sigurinn. Keflavík minnkaði muninn með síðustu spyrnu leiksins þar sem Magnús Þór Magnússon náði að pota boltanum yfir línuna en það var of lítið og of seint og FH komið áfram.Atli Viðar: Vil fara á Grenivík í næstu umferð„Við erum komnir áfram og erum í pottinum þegar það er dregið og erum ánægðir með það,“ sagði hógvær Atli Viðar Björnsson markaskorari FH inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. „Þetta var ekkert sérstakur leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikurinn. Við vorum hægir og ekki sjálfum okkur líkir. Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik og ýmislegt sem við vildum bæta og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Við vorum ósáttir við við lágt tempó í fyrri hálfleik og við vildum pikka upp tempóið og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Það gekk vel í dag. Það höfðu komið nokkrir leikir á undan sem ég hafði ekki náð að skora í en þetta gekk í dag og vonandi heldur það áfram. Ég held að ég hafi verið hægur eins og aðrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við fáum mark fljótt í seinni hálfleik sem hjálpaði okkur mjög mikið,“ sagði Atli Viðar sem vill sækja Magna frá Grenivík heim í næstu umferð. „Ég veit að félagar mínir verða ekkert ánægðir með að ég segi þetta en mig langar að fara til Grenivíkur. Ég á marga góða vini þar sem mig langar að heilsa upp á. Annars myndi ég vilja fá heimaleik.Haraldur Freyr: Það var tækifæri til að vinna FH í dag„Mér fannst þessi leikur þokkalega vel spilaður af okkar hálfu. Við fáum á okkur ódýrt mark í fyrri hálfleik en mér fannst við töluvert sterkari aðilinn framað því að þeir skoruðu og eftir að þeir skoruðu,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur sem skoraði fyrra mark liðsins. „Við náum að jafna og förum með 1-1 stöðu inn í hálfleik og við vorum staðráðnir í að gera betur í seinni hálfleik en við fáum á okkur enn og aftur mark úr föstu leikatriði snemma í byrjun seinni hálfleiks og það verður erfitt. Leikurinn var heilt yfir í járnum og þetta hefði getað dottið beggja megin. „Það er alltaf fúlt að tapa fótboltleikjum og núna erum við úr leik í bikarkeppninni. Þá er það gamla klysjan að einbeita sér að deildinni. „Þó menn geti talað um að það komi maður í manns stað þá vantaði klárlega þrjá sterka pósta í lið FH í dag og það að mínu mati veikir þá varnarlega og það var tækifæri til að vinna FH í dag í Kaplakrika. „Það er eins og þetta virki eins og einhver vél hjá þeim. Það skiptir ekki máli hver kemur inn, þetta malar eins og vél og við vorum ekki nógu góðir til að vinna hér í dag. „Í grunninn þá hlupum við og djöfluðumst og það skilaði sér í því að við fengum ágætis pláss inni á vellinum. Við áttum ágætis krossa og áttum fínan leik að mínu mati,“ sagði Haraldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
FH er komið í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 3-2 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í kvöld. Staðan í hálfleik var 1-1. Atli Viðar Björnsson kom FH í tvígang yfir en í milli tíðinni jafnaði Haraldur Freyr Guðmundsson metin, rétt fyrir hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög hægur og lítið um færi. Keflavík var sterkari aðilinn áður en FH komst yfir en FH hafði átt ágætan kafla áður en Keflavík jafnaði. Því má segja að bæði mörk fyrri hálfleiks hafi verið skoruð gegn gangi leiksins. Það tók FH aðeins fimm mínútur að skora í seinni hálfleik. Liðið keyrði upp hraðann í upphafi seinni hálfleiks og náði að láta boltann ganga á milli kanta sem hafði ekki gerst í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir hraðari leik í seinni hálfleik óð FH ekki í færum en var engu að síður sterkari aðilinn í leiknum og sótti mikið. Keflavík sem lék ágætlega í fyrri hálfleik fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik og var heppið að lenda ekki manni færri þegar markvörður liðsins, David Preece, fékk aðeins gult spjald fyrir að taka Atla Viðar Björnsson niður rétt utan vítateigs, sem aftasti maður. Varamaðurinn Kristján Gauti Emilsson refsaði Keflavík með góðu marki á 90. mínútu. Keflvíkingar höfðu fært lið sitt framarlega í leit að jöfnunarmarki og Kristján komst auðveldlega inn fyrir vörnina og tryggði FH sigurinn. Keflavík minnkaði muninn með síðustu spyrnu leiksins þar sem Magnús Þór Magnússon náði að pota boltanum yfir línuna en það var of lítið og of seint og FH komið áfram.Atli Viðar: Vil fara á Grenivík í næstu umferð„Við erum komnir áfram og erum í pottinum þegar það er dregið og erum ánægðir með það,“ sagði hógvær Atli Viðar Björnsson markaskorari FH inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. „Þetta var ekkert sérstakur leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikurinn. Við vorum hægir og ekki sjálfum okkur líkir. Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik og ýmislegt sem við vildum bæta og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Við vorum ósáttir við við lágt tempó í fyrri hálfleik og við vildum pikka upp tempóið og ég held að það hafi gengið ágætlega. „Það gekk vel í dag. Það höfðu komið nokkrir leikir á undan sem ég hafði ekki náð að skora í en þetta gekk í dag og vonandi heldur það áfram. Ég held að ég hafi verið hægur eins og aðrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við fáum mark fljótt í seinni hálfleik sem hjálpaði okkur mjög mikið,“ sagði Atli Viðar sem vill sækja Magna frá Grenivík heim í næstu umferð. „Ég veit að félagar mínir verða ekkert ánægðir með að ég segi þetta en mig langar að fara til Grenivíkur. Ég á marga góða vini þar sem mig langar að heilsa upp á. Annars myndi ég vilja fá heimaleik.Haraldur Freyr: Það var tækifæri til að vinna FH í dag„Mér fannst þessi leikur þokkalega vel spilaður af okkar hálfu. Við fáum á okkur ódýrt mark í fyrri hálfleik en mér fannst við töluvert sterkari aðilinn framað því að þeir skoruðu og eftir að þeir skoruðu,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur sem skoraði fyrra mark liðsins. „Við náum að jafna og förum með 1-1 stöðu inn í hálfleik og við vorum staðráðnir í að gera betur í seinni hálfleik en við fáum á okkur enn og aftur mark úr föstu leikatriði snemma í byrjun seinni hálfleiks og það verður erfitt. Leikurinn var heilt yfir í járnum og þetta hefði getað dottið beggja megin. „Það er alltaf fúlt að tapa fótboltleikjum og núna erum við úr leik í bikarkeppninni. Þá er það gamla klysjan að einbeita sér að deildinni. „Þó menn geti talað um að það komi maður í manns stað þá vantaði klárlega þrjá sterka pósta í lið FH í dag og það að mínu mati veikir þá varnarlega og það var tækifæri til að vinna FH í dag í Kaplakrika. „Það er eins og þetta virki eins og einhver vél hjá þeim. Það skiptir ekki máli hver kemur inn, þetta malar eins og vél og við vorum ekki nógu góðir til að vinna hér í dag. „Í grunninn þá hlupum við og djöfluðumst og það skilaði sér í því að við fengum ágætis pláss inni á vellinum. Við áttum ágætis krossa og áttum fínan leik að mínu mati,“ sagði Haraldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki