Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 1-2 | Hólmbert skaut Fram áfram Kristinn Páll Teitsson á Vodafonevellinum skrifar 30. maí 2013 09:14 Almarr Ormarsson skoraði fyrra mark Fram. Haukur Páll sá rautt í leiknum. Mynd/Valli Fram sigraði Reykjavíkurslaginn í Borgunarbikar karla á Vodafone vellinum í kvöld 2-1. Litlu mátti muna að Kolbeinn Kárason næði að skjóta leiknum í framlengingu en skalli hans klikkaði og Framarar fóru með sigur af hólmi. Valsmenn eru í 3. sæti Pepsi deildar karla, taplausir eftir 5 leiki á meðan Framarar eru í áttunda sæti með einn sigur og tvö jafntefli. Liðin mættust einmitt fyrir tæplega mánuði síðan og skildu liðin jöfn á Vodafone vellinum 1-1. Bæði lið fengu ágætis færi í fyrri hálfleik og kom fyrsta markið úr góðri sókn gestanna. Sam Hewson átti fína rispu á miðjunni, sendi boltann fyrir aftan vörn Valsmanna þar sem Steve Lennon var í hlaupinu og krossaði á Almarr. Almarr lék á einn og lagði boltann í fjærhornið framhjá Fjalari í marki Valsmanna. Valsmenn áttu nokkrar ágætis tilraunir en náðu ekki að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru fljótir að jafna í seinni hálfleik, eftir aðeins þrjár mínútur fékk Haukur Páll víti eftir að Bjarni Hólm Aðalsteinsson togaði hann niður. Rúnar Már steig ískaldur á punktinn og kláraði vítið af öryggi. Framarar náðu forskotinu aftur á 77. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skallaði fyrirgjöf Sam Hewson af stuttu færi í netið. Von Valsmanna um að jafna veiktist verulega þegar Haukur Páll fékk annað gula spjaldið sitt í leiknum. Hann var í baráttu inn í vítateig Framar og var í baráttu við Bjarna Hólm þegar Haukur virtist renna. Í þetta skipti dæmdi Kristinn hinsvegar aukaspyrnu á Hauk og gult spjald fyrir leikaraskap. Virtist harður dómur því það var snerting og sagði Haukur í viðtölum eftir leik að hann hefði einfaldlega runnið. Kolbeinn Kárason fékk gott færi til að jafna metin á lokasekúndum leiksins en tilraun hans fór framhjá og fljótlega eftir það flautaði Kristinn leikinn af. Valsmenn eru því dottnir út úr Borgunarbikarnum eftir jafnan leik við Framara og hljóta að vera svekktir eftir að hafa fengið færi til að fara með leikinn allaveganna í framlengingu.Haukur Páll: Rann í blautum teignum„Ég var að tala við Kidda um atvikið og hann mat það að ég hefði verið að reyna að fiska víti. Það er hinsvegar ekki rétt, ég var á mikilli ferð þegar þetta skeður og ég rann í blautum teignum," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals eftir leikinn. Haukur fékk sitt annað gula spjald og því brottvísun eftir 80. mínútur þegar Kristinn Jakobsson, dómar leiksins dæmdi að hann hefði verið að reyna að fiska víti. „Mér finnst þetta alveg út í hött, ég er ekki að reyna að fiska og það er hægt að sjá það að ég var ekki að biðja um neitt. Ég var ekkert að reyna að ýkja neitt svo þetta er virkilega pirrandi." „Menn detta á fótboltavellinum við enga snertingu og eru ekki að biðja um víti. Hans mat er að ég sé að reyna að fiska og hann sagði mér að hann þyrfti að gefa mér seinna gult vegna þess," Þetta var fyrsta tap Valsmanna á leiktíðinni og eru þeir dottnir út úr bikarnum fyrir vikið. „Við gáfum í í seinni hálfleik, vitandi að við einfaldlega þurftum að vinna til að halda áfram. Við náðum markinu en svo skora þeir mark og þegar við erum aftur að pressa stíft kemur rauða spjaldið. Það er allt hægt í þessu, strákarnir reyndu eins og þeir gátu en komum ekki boltanum yfir línuna og Fram fer áfram í þetta skiptið." „Svona er bikarkeppnin, það fer bara eitt lið áfram í bikarnum og það er okkar hlutkesti að detta út í kvöld eftir viðureign við gott lið. Við hefðum getað fengið léttari andstæðing en við mættum sterkum mótherja sem fer áfram," sagði Haukur.Hólmbert: Ætluðum að spila boltanum„Við vissum að þetta var það eina sem kom til greina, við komum til að vinna og við gerðum það," sagði Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það var sætt að skora sigurmarkið, það er gott að byrja að skora og þetta virðist vera að koma hjá mér og það er jákvætt," Gestirnir náðu forskotinu í fyrri hálfleik eftir frábæra skyndisókn en Valsmenn voru fljótir að jafna í upphafi seinni hálfleiks. „Fyrsta markið var mjög vel gert hjá Steve og Almarri, við komum til að spila boltanum og láta hann rúlla og við vissum að ef það tækist myndum við eiga góðan möguleika að vinna leikinn. Seinast þegar liðin mættust skoruðu þeir á fyrstu mínútu í seinni hálfleik og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur," Sigurinn var kærkominn fyrir Framara sem hafa ekki sigrað í síðustu fjórum leikjum í Pepsi deildinni. „Þetta var gott fyrir okkur, vonandi getum við tekið þetta inn í deildarkeppnina, það væri frábært. Við ætlum okkur að gera það, við byrjuðum á sigri en höfum lent í smá basli eftir það en vonandi getum við tekið þessa spilamennsku með okkur inn í næstu leiki," sagði Hólmbert að lokum.Magnús: Trúi ekki að Kristinn hafi giskað„Það var nóg eftir þegar rauða spjaldið kemur og það er mun auðveldara að sækja 11 á 11 en manni færri," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir leikinn. „Hefði þetta verið víti eða við fengið að halda áfram 11 á 11 hefðum við haft betri möguleika á að knýja fram framlengingu," Valsmenn fengu óskabyrjun í seinni hálfleik þegar þeir jöfnuðu eftir aðeins þrjár mínútur. „Þetta var nokkuð jafn leikur, í fyrri hálfleik voru þeir grimmari og við vorum full langt frá mönnum. Við löguðum það í seinni og fengum fín færi en þeir fengu sín færi líka, heilt yfir var þetta jafn leikur sem þeir unnu og þeir eru vel verðugir þess. Við ákváðum að laga ákveðna hluti og gera betur hluti sem við gerum vel. Við náum að jafna en einstaklingsmistök verða okkur að falli í dag, við hefðum getað gert betur í sigurmarkinu," Haukur Páll, fyrirliði Valsmanna fékk seinna gula spjaldið sitt fyrir meintan leikaraskap og trúði Magnús á sakleysi hans. „Þetta virtist frekar vera víti en leikaraskapur fyrir mér. Menn hljóta að geta dottið án þess að fá gult spjald en ég treysti Kristni, hann er besti dómari landsins og myndi ekki giska á svona atvik, þá væri eitthvað að." „Haukur er ekki týpa sem hendir sér niður, ég trúi honum alveg en því sem ég trúi ekki er að Kiddi hafi giskað á þetta. Ég efast ekki um að Kiddi hafi klikkað á þessu, hann var 10 metrum frá þessu. Þú hlýtur að giska ef þú ert ekki viss, ef hann er viss er þetta rautt. Ég verð að fá að sjá þetta í sjónvarpinu," sagði Magnús að lokum.Þorvaldur: Erum að spila vel„Ég er virkilega ánægður, við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og að við þyrftum að spila vel. Mér fannst við spila mjög vel í dag," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Þetta voru tvö góð lið sem spiluðu í dag og voru að berjast. Valsliðið er sterkt lið sem berst af miklum ákafa, brjóta mikið af sér og við þurftum að hafa fyrir hlutunum hér í kvöld," Annan leikinn í röð á Vodafone vellinum leiddu Framarar í hálfleik en Valsmenn svöruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum verðskuldað yfir í hálfleik. Svo komum út og fáum aftur strax á okkur mark, við hefðum getað komið í veg fyrir þetta mark auðveldlega með að loka á fyrirgjöfina," „Það er alltaf von að þegar maður spilar vel í bikarnum að það blandist inn í deildina. Við erum ekkert búnir að vera spila illa í deildinni en það eru stigin sem telja og mörkin. Við höfum verið að spila betur en undanfarin fimm ár og erum að spila góðan fótbolta," sagði Þorvaldur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Fram sigraði Reykjavíkurslaginn í Borgunarbikar karla á Vodafone vellinum í kvöld 2-1. Litlu mátti muna að Kolbeinn Kárason næði að skjóta leiknum í framlengingu en skalli hans klikkaði og Framarar fóru með sigur af hólmi. Valsmenn eru í 3. sæti Pepsi deildar karla, taplausir eftir 5 leiki á meðan Framarar eru í áttunda sæti með einn sigur og tvö jafntefli. Liðin mættust einmitt fyrir tæplega mánuði síðan og skildu liðin jöfn á Vodafone vellinum 1-1. Bæði lið fengu ágætis færi í fyrri hálfleik og kom fyrsta markið úr góðri sókn gestanna. Sam Hewson átti fína rispu á miðjunni, sendi boltann fyrir aftan vörn Valsmanna þar sem Steve Lennon var í hlaupinu og krossaði á Almarr. Almarr lék á einn og lagði boltann í fjærhornið framhjá Fjalari í marki Valsmanna. Valsmenn áttu nokkrar ágætis tilraunir en náðu ekki að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks. Valsmenn voru fljótir að jafna í seinni hálfleik, eftir aðeins þrjár mínútur fékk Haukur Páll víti eftir að Bjarni Hólm Aðalsteinsson togaði hann niður. Rúnar Már steig ískaldur á punktinn og kláraði vítið af öryggi. Framarar náðu forskotinu aftur á 77. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skallaði fyrirgjöf Sam Hewson af stuttu færi í netið. Von Valsmanna um að jafna veiktist verulega þegar Haukur Páll fékk annað gula spjaldið sitt í leiknum. Hann var í baráttu inn í vítateig Framar og var í baráttu við Bjarna Hólm þegar Haukur virtist renna. Í þetta skipti dæmdi Kristinn hinsvegar aukaspyrnu á Hauk og gult spjald fyrir leikaraskap. Virtist harður dómur því það var snerting og sagði Haukur í viðtölum eftir leik að hann hefði einfaldlega runnið. Kolbeinn Kárason fékk gott færi til að jafna metin á lokasekúndum leiksins en tilraun hans fór framhjá og fljótlega eftir það flautaði Kristinn leikinn af. Valsmenn eru því dottnir út úr Borgunarbikarnum eftir jafnan leik við Framara og hljóta að vera svekktir eftir að hafa fengið færi til að fara með leikinn allaveganna í framlengingu.Haukur Páll: Rann í blautum teignum„Ég var að tala við Kidda um atvikið og hann mat það að ég hefði verið að reyna að fiska víti. Það er hinsvegar ekki rétt, ég var á mikilli ferð þegar þetta skeður og ég rann í blautum teignum," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals eftir leikinn. Haukur fékk sitt annað gula spjald og því brottvísun eftir 80. mínútur þegar Kristinn Jakobsson, dómar leiksins dæmdi að hann hefði verið að reyna að fiska víti. „Mér finnst þetta alveg út í hött, ég er ekki að reyna að fiska og það er hægt að sjá það að ég var ekki að biðja um neitt. Ég var ekkert að reyna að ýkja neitt svo þetta er virkilega pirrandi." „Menn detta á fótboltavellinum við enga snertingu og eru ekki að biðja um víti. Hans mat er að ég sé að reyna að fiska og hann sagði mér að hann þyrfti að gefa mér seinna gult vegna þess," Þetta var fyrsta tap Valsmanna á leiktíðinni og eru þeir dottnir út úr bikarnum fyrir vikið. „Við gáfum í í seinni hálfleik, vitandi að við einfaldlega þurftum að vinna til að halda áfram. Við náðum markinu en svo skora þeir mark og þegar við erum aftur að pressa stíft kemur rauða spjaldið. Það er allt hægt í þessu, strákarnir reyndu eins og þeir gátu en komum ekki boltanum yfir línuna og Fram fer áfram í þetta skiptið." „Svona er bikarkeppnin, það fer bara eitt lið áfram í bikarnum og það er okkar hlutkesti að detta út í kvöld eftir viðureign við gott lið. Við hefðum getað fengið léttari andstæðing en við mættum sterkum mótherja sem fer áfram," sagði Haukur.Hólmbert: Ætluðum að spila boltanum„Við vissum að þetta var það eina sem kom til greina, við komum til að vinna og við gerðum það," sagði Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það var sætt að skora sigurmarkið, það er gott að byrja að skora og þetta virðist vera að koma hjá mér og það er jákvætt," Gestirnir náðu forskotinu í fyrri hálfleik eftir frábæra skyndisókn en Valsmenn voru fljótir að jafna í upphafi seinni hálfleiks. „Fyrsta markið var mjög vel gert hjá Steve og Almarri, við komum til að spila boltanum og láta hann rúlla og við vissum að ef það tækist myndum við eiga góðan möguleika að vinna leikinn. Seinast þegar liðin mættust skoruðu þeir á fyrstu mínútu í seinni hálfleik og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur," Sigurinn var kærkominn fyrir Framara sem hafa ekki sigrað í síðustu fjórum leikjum í Pepsi deildinni. „Þetta var gott fyrir okkur, vonandi getum við tekið þetta inn í deildarkeppnina, það væri frábært. Við ætlum okkur að gera það, við byrjuðum á sigri en höfum lent í smá basli eftir það en vonandi getum við tekið þessa spilamennsku með okkur inn í næstu leiki," sagði Hólmbert að lokum.Magnús: Trúi ekki að Kristinn hafi giskað„Það var nóg eftir þegar rauða spjaldið kemur og það er mun auðveldara að sækja 11 á 11 en manni færri," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir leikinn. „Hefði þetta verið víti eða við fengið að halda áfram 11 á 11 hefðum við haft betri möguleika á að knýja fram framlengingu," Valsmenn fengu óskabyrjun í seinni hálfleik þegar þeir jöfnuðu eftir aðeins þrjár mínútur. „Þetta var nokkuð jafn leikur, í fyrri hálfleik voru þeir grimmari og við vorum full langt frá mönnum. Við löguðum það í seinni og fengum fín færi en þeir fengu sín færi líka, heilt yfir var þetta jafn leikur sem þeir unnu og þeir eru vel verðugir þess. Við ákváðum að laga ákveðna hluti og gera betur hluti sem við gerum vel. Við náum að jafna en einstaklingsmistök verða okkur að falli í dag, við hefðum getað gert betur í sigurmarkinu," Haukur Páll, fyrirliði Valsmanna fékk seinna gula spjaldið sitt fyrir meintan leikaraskap og trúði Magnús á sakleysi hans. „Þetta virtist frekar vera víti en leikaraskapur fyrir mér. Menn hljóta að geta dottið án þess að fá gult spjald en ég treysti Kristni, hann er besti dómari landsins og myndi ekki giska á svona atvik, þá væri eitthvað að." „Haukur er ekki týpa sem hendir sér niður, ég trúi honum alveg en því sem ég trúi ekki er að Kiddi hafi giskað á þetta. Ég efast ekki um að Kiddi hafi klikkað á þessu, hann var 10 metrum frá þessu. Þú hlýtur að giska ef þú ert ekki viss, ef hann er viss er þetta rautt. Ég verð að fá að sjá þetta í sjónvarpinu," sagði Magnús að lokum.Þorvaldur: Erum að spila vel„Ég er virkilega ánægður, við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og að við þyrftum að spila vel. Mér fannst við spila mjög vel í dag," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Þetta voru tvö góð lið sem spiluðu í dag og voru að berjast. Valsliðið er sterkt lið sem berst af miklum ákafa, brjóta mikið af sér og við þurftum að hafa fyrir hlutunum hér í kvöld," Annan leikinn í röð á Vodafone vellinum leiddu Framarar í hálfleik en Valsmenn svöruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum verðskuldað yfir í hálfleik. Svo komum út og fáum aftur strax á okkur mark, við hefðum getað komið í veg fyrir þetta mark auðveldlega með að loka á fyrirgjöfina," „Það er alltaf von að þegar maður spilar vel í bikarnum að það blandist inn í deildina. Við erum ekkert búnir að vera spila illa í deildinni en það eru stigin sem telja og mörkin. Við höfum verið að spila betur en undanfarin fimm ár og erum að spila góðan fótbolta," sagði Þorvaldur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki