KR-ingar verða að vinna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2013 08:00 Mynd/Daníel Veikleika er ekki að sjá á KR-ingum í upphafi Íslandsmótsins, þeir eru með fullt hús, hafa skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik og haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum. Frá árinu 1977 hafa aðeins sjö lið verið með betri markatölu eftir fjóra leiki og það er margt sem bendir til þess að KR-liðið sé í meistaraham og hungrað eftir ófarirnar í fyrra. Mótherjar kvöldsins eru Blikar sem hafa verið sveiflukenndir í fyrstu umferðunum en verða helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans ekki að heltast úr lestinni í titilbaráttunni. KR er með tveggja stiga forskot á FH og kannski finnst einhverjum það vera skrýtin fullyrðing að þeir verði að vinna leikinn á KR-velli í kvöld. Sagan segir hins vegar að KR verði að vinna sigur í kvöld eigi 26. titilinn að rata í Frostaskjólið. KR er fjórtánda liðið sem vinnur fjóra fyrstu leiki sína frá því að liðin fóru að leika heima og heiman sumarið 1959. Þeir voru þeir fyrstu til að afreka slíkt sumarið 1959 en KR-liðið setti þá met sem aldrei verið slegið, aðeins jafnað þegar þeir unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Síðan eru liðin 54 ár og nú voru KR-ingar sjálfir fyrst að endurtaka leikinn, það er vinna fyrstu fjóra leiki sína. Mikilvægi fimmta leiksins fer ekki framhjá neinum sem skoðar tölfræði Íslandsmótsins á þessum 54 árum. Ekkert liðanna fimm sem hefur tapað stigum í fimmta leik eftir sigra í fjórum fyrstu leikjunum hefur orðið Íslandsmeistari um haustið. Fjögur þeirra voru reyndar nálægt því, með því að vinna silfrið en nýjasti meðlimurinn í hópnum, ÍA-liðið frá því í fyrra, gaf mikið eftir þegar leið á sumarið. Sex af átta liðum sem hafa verið með fullt hús eftir fimm leiki hafa aftur á móti orðið Íslandsmeistarar. Í öðru af þeim tveimur tilfellum sem það klikkaði unnu tvö lið fyrstu fimm leiki sína (FH og Valur 2005) en í hitt skiptið komu Keflvíkingar (1997) gríðarlega á óvart með því að vinna fyrstu sex leiki sína (spáð 7. sætinu) en náðu síðan aðeins í sex stig í síðustu tólf leikjum sínum. KR-ingar koma því ekki mikið á óvart með því að berjast um titilinn og engu öðru liði hefur tekist að fylgja þeim eftir í upphafi móts. Þetta blasir því við Vesturbæingum svart á hvítu, þeir verða að vinna í kvöld.Fimmti leikurinn hjá liðum með fullt hús:(frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman 1959)Sigur í fimmta leik FH 2006 - Íslandsmeistari FH 2005 - Íslandsmeistari Valur 2005 - 2. sæti Keflavík 1997 - 6. sæti ÍA 1995 - Íslandsmeistari Valur 1978 - Íslandsmeistari Keflavík 1973 - Íslandsmeistari KR 1959 - ÍslandsmeistariJafntefli eða tap í fimmta leik ÍA 2012 - jafntefli - 6. sæti Keflavík 2008 - tap - 2. sæti FH 2007 - jafntefli - 2. sæti Fram 1980 - jafntefli - 2. sæti ÍA 1961 - tap - 2. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Veikleika er ekki að sjá á KR-ingum í upphafi Íslandsmótsins, þeir eru með fullt hús, hafa skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik og haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum. Frá árinu 1977 hafa aðeins sjö lið verið með betri markatölu eftir fjóra leiki og það er margt sem bendir til þess að KR-liðið sé í meistaraham og hungrað eftir ófarirnar í fyrra. Mótherjar kvöldsins eru Blikar sem hafa verið sveiflukenndir í fyrstu umferðunum en verða helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans ekki að heltast úr lestinni í titilbaráttunni. KR er með tveggja stiga forskot á FH og kannski finnst einhverjum það vera skrýtin fullyrðing að þeir verði að vinna leikinn á KR-velli í kvöld. Sagan segir hins vegar að KR verði að vinna sigur í kvöld eigi 26. titilinn að rata í Frostaskjólið. KR er fjórtánda liðið sem vinnur fjóra fyrstu leiki sína frá því að liðin fóru að leika heima og heiman sumarið 1959. Þeir voru þeir fyrstu til að afreka slíkt sumarið 1959 en KR-liðið setti þá met sem aldrei verið slegið, aðeins jafnað þegar þeir unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Síðan eru liðin 54 ár og nú voru KR-ingar sjálfir fyrst að endurtaka leikinn, það er vinna fyrstu fjóra leiki sína. Mikilvægi fimmta leiksins fer ekki framhjá neinum sem skoðar tölfræði Íslandsmótsins á þessum 54 árum. Ekkert liðanna fimm sem hefur tapað stigum í fimmta leik eftir sigra í fjórum fyrstu leikjunum hefur orðið Íslandsmeistari um haustið. Fjögur þeirra voru reyndar nálægt því, með því að vinna silfrið en nýjasti meðlimurinn í hópnum, ÍA-liðið frá því í fyrra, gaf mikið eftir þegar leið á sumarið. Sex af átta liðum sem hafa verið með fullt hús eftir fimm leiki hafa aftur á móti orðið Íslandsmeistarar. Í öðru af þeim tveimur tilfellum sem það klikkaði unnu tvö lið fyrstu fimm leiki sína (FH og Valur 2005) en í hitt skiptið komu Keflvíkingar (1997) gríðarlega á óvart með því að vinna fyrstu sex leiki sína (spáð 7. sætinu) en náðu síðan aðeins í sex stig í síðustu tólf leikjum sínum. KR-ingar koma því ekki mikið á óvart með því að berjast um titilinn og engu öðru liði hefur tekist að fylgja þeim eftir í upphafi móts. Þetta blasir því við Vesturbæingum svart á hvítu, þeir verða að vinna í kvöld.Fimmti leikurinn hjá liðum með fullt hús:(frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman 1959)Sigur í fimmta leik FH 2006 - Íslandsmeistari FH 2005 - Íslandsmeistari Valur 2005 - 2. sæti Keflavík 1997 - 6. sæti ÍA 1995 - Íslandsmeistari Valur 1978 - Íslandsmeistari Keflavík 1973 - Íslandsmeistari KR 1959 - ÍslandsmeistariJafntefli eða tap í fimmta leik ÍA 2012 - jafntefli - 6. sæti Keflavík 2008 - tap - 2. sæti FH 2007 - jafntefli - 2. sæti Fram 1980 - jafntefli - 2. sæti ÍA 1961 - tap - 2. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira