KR-ingar verða að vinna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2013 08:00 Mynd/Daníel Veikleika er ekki að sjá á KR-ingum í upphafi Íslandsmótsins, þeir eru með fullt hús, hafa skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik og haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum. Frá árinu 1977 hafa aðeins sjö lið verið með betri markatölu eftir fjóra leiki og það er margt sem bendir til þess að KR-liðið sé í meistaraham og hungrað eftir ófarirnar í fyrra. Mótherjar kvöldsins eru Blikar sem hafa verið sveiflukenndir í fyrstu umferðunum en verða helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans ekki að heltast úr lestinni í titilbaráttunni. KR er með tveggja stiga forskot á FH og kannski finnst einhverjum það vera skrýtin fullyrðing að þeir verði að vinna leikinn á KR-velli í kvöld. Sagan segir hins vegar að KR verði að vinna sigur í kvöld eigi 26. titilinn að rata í Frostaskjólið. KR er fjórtánda liðið sem vinnur fjóra fyrstu leiki sína frá því að liðin fóru að leika heima og heiman sumarið 1959. Þeir voru þeir fyrstu til að afreka slíkt sumarið 1959 en KR-liðið setti þá met sem aldrei verið slegið, aðeins jafnað þegar þeir unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Síðan eru liðin 54 ár og nú voru KR-ingar sjálfir fyrst að endurtaka leikinn, það er vinna fyrstu fjóra leiki sína. Mikilvægi fimmta leiksins fer ekki framhjá neinum sem skoðar tölfræði Íslandsmótsins á þessum 54 árum. Ekkert liðanna fimm sem hefur tapað stigum í fimmta leik eftir sigra í fjórum fyrstu leikjunum hefur orðið Íslandsmeistari um haustið. Fjögur þeirra voru reyndar nálægt því, með því að vinna silfrið en nýjasti meðlimurinn í hópnum, ÍA-liðið frá því í fyrra, gaf mikið eftir þegar leið á sumarið. Sex af átta liðum sem hafa verið með fullt hús eftir fimm leiki hafa aftur á móti orðið Íslandsmeistarar. Í öðru af þeim tveimur tilfellum sem það klikkaði unnu tvö lið fyrstu fimm leiki sína (FH og Valur 2005) en í hitt skiptið komu Keflvíkingar (1997) gríðarlega á óvart með því að vinna fyrstu sex leiki sína (spáð 7. sætinu) en náðu síðan aðeins í sex stig í síðustu tólf leikjum sínum. KR-ingar koma því ekki mikið á óvart með því að berjast um titilinn og engu öðru liði hefur tekist að fylgja þeim eftir í upphafi móts. Þetta blasir því við Vesturbæingum svart á hvítu, þeir verða að vinna í kvöld.Fimmti leikurinn hjá liðum með fullt hús:(frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman 1959)Sigur í fimmta leik FH 2006 - Íslandsmeistari FH 2005 - Íslandsmeistari Valur 2005 - 2. sæti Keflavík 1997 - 6. sæti ÍA 1995 - Íslandsmeistari Valur 1978 - Íslandsmeistari Keflavík 1973 - Íslandsmeistari KR 1959 - ÍslandsmeistariJafntefli eða tap í fimmta leik ÍA 2012 - jafntefli - 6. sæti Keflavík 2008 - tap - 2. sæti FH 2007 - jafntefli - 2. sæti Fram 1980 - jafntefli - 2. sæti ÍA 1961 - tap - 2. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Veikleika er ekki að sjá á KR-ingum í upphafi Íslandsmótsins, þeir eru með fullt hús, hafa skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik og haldið hreinu í þremur síðustu leikjum sínum. Frá árinu 1977 hafa aðeins sjö lið verið með betri markatölu eftir fjóra leiki og það er margt sem bendir til þess að KR-liðið sé í meistaraham og hungrað eftir ófarirnar í fyrra. Mótherjar kvöldsins eru Blikar sem hafa verið sveiflukenndir í fyrstu umferðunum en verða helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans ekki að heltast úr lestinni í titilbaráttunni. KR er með tveggja stiga forskot á FH og kannski finnst einhverjum það vera skrýtin fullyrðing að þeir verði að vinna leikinn á KR-velli í kvöld. Sagan segir hins vegar að KR verði að vinna sigur í kvöld eigi 26. titilinn að rata í Frostaskjólið. KR er fjórtánda liðið sem vinnur fjóra fyrstu leiki sína frá því að liðin fóru að leika heima og heiman sumarið 1959. Þeir voru þeir fyrstu til að afreka slíkt sumarið 1959 en KR-liðið setti þá met sem aldrei verið slegið, aðeins jafnað þegar þeir unnu alla leiki sína á Íslandsmótinu. Síðan eru liðin 54 ár og nú voru KR-ingar sjálfir fyrst að endurtaka leikinn, það er vinna fyrstu fjóra leiki sína. Mikilvægi fimmta leiksins fer ekki framhjá neinum sem skoðar tölfræði Íslandsmótsins á þessum 54 árum. Ekkert liðanna fimm sem hefur tapað stigum í fimmta leik eftir sigra í fjórum fyrstu leikjunum hefur orðið Íslandsmeistari um haustið. Fjögur þeirra voru reyndar nálægt því, með því að vinna silfrið en nýjasti meðlimurinn í hópnum, ÍA-liðið frá því í fyrra, gaf mikið eftir þegar leið á sumarið. Sex af átta liðum sem hafa verið með fullt hús eftir fimm leiki hafa aftur á móti orðið Íslandsmeistarar. Í öðru af þeim tveimur tilfellum sem það klikkaði unnu tvö lið fyrstu fimm leiki sína (FH og Valur 2005) en í hitt skiptið komu Keflvíkingar (1997) gríðarlega á óvart með því að vinna fyrstu sex leiki sína (spáð 7. sætinu) en náðu síðan aðeins í sex stig í síðustu tólf leikjum sínum. KR-ingar koma því ekki mikið á óvart með því að berjast um titilinn og engu öðru liði hefur tekist að fylgja þeim eftir í upphafi móts. Þetta blasir því við Vesturbæingum svart á hvítu, þeir verða að vinna í kvöld.Fimmti leikurinn hjá liðum með fullt hús:(frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman 1959)Sigur í fimmta leik FH 2006 - Íslandsmeistari FH 2005 - Íslandsmeistari Valur 2005 - 2. sæti Keflavík 1997 - 6. sæti ÍA 1995 - Íslandsmeistari Valur 1978 - Íslandsmeistari Keflavík 1973 - Íslandsmeistari KR 1959 - ÍslandsmeistariJafntefli eða tap í fimmta leik ÍA 2012 - jafntefli - 6. sæti Keflavík 2008 - tap - 2. sæti FH 2007 - jafntefli - 2. sæti Fram 1980 - jafntefli - 2. sæti ÍA 1961 - tap - 2. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira