Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 4-0 | Veisla hjá Valsmönnum Ari Erlingsson á Vodafonevellinum skrifar 26. maí 2013 18:30 Mynd/Daníel Valsmenn unnu 4-0 stórsigur á Keflavík á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda þegar liðin mættust í 5. umferð Pepsi-deildar karla. Valsmenn buðu upp á knattspyrnuveislu á kostnað Keflvíkinga og veislustjóri var Rúnar Már Sigurjónsson. Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp fyrsta markið fyrir Haukur Páll Sigurðsson í fyrri hálfleiks og skoraði síðan næstu tvö sjálfur. Varamaðurinn Kolbeinn Kárason innsiglaði síðan sigurinn. Samúel Kári Friðjónsson fékk beint rautt spjald átta mínútum fyrir leikslok en tíu Keflvíkingar sluppu við að fá á sig fleiri mörk. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Valsmenn eru enn taplausir eftir 5 umferðir í Pepsídeild karla eftir sannfærandi sigur á Keflavík á heimavelli sínum við Hlíðarenda. Þeir rauðklæddu sem sigruðu Suðurnesjamenn tvívegis með markatölunni 4-0 síðastliðið sumar kjöldrógu Keflvíkinga þriðja skiptið í röð og enn og aftur með sömu markatölu. 4-0 fyrir Val. Fyrri hálfleikurinn í leik Valsmanna og Keflvíkinga gaf ekkert sérstök fyrirheit um markasúpu. Valsmenn sóttu gegn vindi en náðu þó að stýra leiknum án þess þó að skapa sér mörg teljandi færi. Gestirnir frá Keflavík lágu hinsvegar aðeins aftur og áttu erfiðara með að halda boltanum innan liðsins. Eftir 18. mínútna leik tóku Valsmenn forystu í leiknum er Haukur Páll Sigurðsson stökk hæst allra í teignum og stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Rúnars Sigurjónssonar. Keflvíkingar komust næst því að jafna á síðustu sekúndum hálfleiksins þegar Frans Elvarsson náði föstu skoti frá markteig en Fjalar í marki Vals varði meistaralega. Mark frá Frans hefði getað breytt leiknum en því miður fyrir Keflvíkinga var Fjalar vel á verði. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af ágætis krafti en eftir 15 mínútna leik í seinni hálfleik breytti Rúnar Már stöðunni í 2-0. Rúnar fékk þá boltann við vítateigsbogann, hann þurfti ekki mikið pláss til munda skotfótinn og staðsetja skot sitt alveg í bláhornið óverjandi fyrir Preece í marki gestanna. Við mark Rúnars tóku Valsmenn öll völd á vellinum og gerðu Valsmenn endanlega út um leikinn fjórum mínútum síðar eða á 69. mínútu þegar títtnefndur Rúnar skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Kolbeinn Kárason sem var nýkomin inn á sem varamaður innsiglaði svo 4-0 sigur Hlíðarendapilta með skallamarki á 78. mínútu. Rúnar og Williamson tóku stutt horn og Kolbeinn sem var dauðafrír inn í teig Keflvíkinga afreiddi boltann með enninu í mark gestanna. Við fjórða markið fjaraði leikurinn út og endapunktinn á niðurlægingu Keflvíkinga setti hinn 16 ára Samúel Kári Friðjónsson með því að fá beint rautt spjald fyrir kjaftbrúk á 82. mínútu. Valsmenn eru greinilega á góðu róli undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. Skemmtilegt er að sjá þá spila og má vel merkja mikið öryggi í þeirra leik. Fjórir öftustu reyna nær undantekningarlaust að spila boltanum meðfram jörðinni úr frá vörninni. Miðjumennirnir Ian og Haukur berjast og láta finna vel fyrir sér og þá sérstaklega er gaman að fylgjast með Hauki sem tapar vart skallabolta á miðsvæðinu auk þess hann ógnar mikið þegar í teig andstæðinganna er komið. Rúnar Már er svo potturinn og pannan í spili Vals og eiga þeir rauðu eflaust eftir að styrkjast enn meira þegar hann nær sínu besta formi. Keflvíkingar voru kannski eins og tölurnar gefa til kynna slakir. Það má segja að þeir hafi spilað sæmilega í klukkutíma en það var eins og þeir hafi misst hausinn við það að fá annað markið á sig. Einhvern brodd vantaði í sóknarleik þeirra og oft voru ákvarðanatökur rangar á síðasta þriðjung vallarins. Lykilmenn þeirra eins og Jóhann Birnir, Frans og Arnór þurfa að spila betur ef þeir ætla að hala inn einhver stig á næstunni. Út frá þessum úrslitum má ætla að Valsmenn séu efni í toppbaráttu lið sem getur barist um Íslandsmeistaratign. Keflvíkingar hinsvegar þurfa að taka sig á og það vel og mikið.Rúnar Már: Ég var gjörsamlega búinn á því síðustu 20 mínúturnarRúnar Már Sigurjónsson miðjumaður Valsmann þótt bera af í leik sinna manna og var hann ap vonum sáttur með 4-0 sigur. „Þetta var fínn fótboltaleikur og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við reynum alltaf að spila boltanum meðfram jörðinni og ef spilið gengur hratt þá náum við að láta andstæðinginn hlaupa svolítið. Þetta var auðvitað erfitt í vindinum en við náðum þrátt fyrir það að bjóða upp á góðan leik“. Aðspurður um frammistöðu sína í leiknum sagði Rúnar: „Ég var gjörsamlega búinn á því síðustu 20-25 mínúturnar en ég sáttur að vera loksins byrjaður að spila fótbolta aftur eftir leiðinleg meiðsli. Ég á ennþá svolítið í land með ná heilsu. Ég var að kljást við bakmeiðsli í Hollandi en eftir að ég jafnaði mig af því hefur hællinn verið að stríða mér, en ég verð bara að hugsa vel um mig á næstunni“. Eins og oft áður tók Valsliðið miklum breytingum núna í vetur og vill Rúnar meina að vel hafi tekist til: „Liðið tók auðvitað breytingum. Margir út og margir inn.Maggi hinsvegar hefur sett þetta aðeins öðruvísi, bæði hvernig við verjumst og sækjum og hingað til hefur þetta gengið vel og við erum því bara bjartsýnir“.Haraldur Guðmundsson: Mörk breyta leikjumHaraldur Guðmundsson fyriliði Keflvíkinga var súr í bragði í samtali við blaðamann Vísis. „Valsmenn byrja leikinn betur en við og skora frekar snemma, eftir það náðum við að komast inn í leikinn og þorðum að spila boltanum, Fransi var óheppinn að skora ekki í lok fyrri hálfleiks auk þess sem Jói brenndi af góðu færi í upphafi seinni hálfleiks," sagði Haraldur Guðmundsson. „Eins og menn vita þá breyta mörk leikum og því miður datt þetta ekki inn. Í stað þess að fá stöðuna í 1-1 fáum við 2-0 stöðu í andlitið. Við það verður þetta erfitt. Vítið gerði svo endanlega út um þetta og þá var leikurinn bara búinn. Næst er það bikarinn á fimmtudaginn og við einfaldlega verðum að gera betur þar“. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Valsmenn unnu 4-0 stórsigur á Keflavík á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda þegar liðin mættust í 5. umferð Pepsi-deildar karla. Valsmenn buðu upp á knattspyrnuveislu á kostnað Keflvíkinga og veislustjóri var Rúnar Már Sigurjónsson. Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp fyrsta markið fyrir Haukur Páll Sigurðsson í fyrri hálfleiks og skoraði síðan næstu tvö sjálfur. Varamaðurinn Kolbeinn Kárason innsiglaði síðan sigurinn. Samúel Kári Friðjónsson fékk beint rautt spjald átta mínútum fyrir leikslok en tíu Keflvíkingar sluppu við að fá á sig fleiri mörk. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og má sjá myndirnar hans hér fyrir ofan. Valsmenn eru enn taplausir eftir 5 umferðir í Pepsídeild karla eftir sannfærandi sigur á Keflavík á heimavelli sínum við Hlíðarenda. Þeir rauðklæddu sem sigruðu Suðurnesjamenn tvívegis með markatölunni 4-0 síðastliðið sumar kjöldrógu Keflvíkinga þriðja skiptið í röð og enn og aftur með sömu markatölu. 4-0 fyrir Val. Fyrri hálfleikurinn í leik Valsmanna og Keflvíkinga gaf ekkert sérstök fyrirheit um markasúpu. Valsmenn sóttu gegn vindi en náðu þó að stýra leiknum án þess þó að skapa sér mörg teljandi færi. Gestirnir frá Keflavík lágu hinsvegar aðeins aftur og áttu erfiðara með að halda boltanum innan liðsins. Eftir 18. mínútna leik tóku Valsmenn forystu í leiknum er Haukur Páll Sigurðsson stökk hæst allra í teignum og stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Rúnars Sigurjónssonar. Keflvíkingar komust næst því að jafna á síðustu sekúndum hálfleiksins þegar Frans Elvarsson náði föstu skoti frá markteig en Fjalar í marki Vals varði meistaralega. Mark frá Frans hefði getað breytt leiknum en því miður fyrir Keflvíkinga var Fjalar vel á verði. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af ágætis krafti en eftir 15 mínútna leik í seinni hálfleik breytti Rúnar Már stöðunni í 2-0. Rúnar fékk þá boltann við vítateigsbogann, hann þurfti ekki mikið pláss til munda skotfótinn og staðsetja skot sitt alveg í bláhornið óverjandi fyrir Preece í marki gestanna. Við mark Rúnars tóku Valsmenn öll völd á vellinum og gerðu Valsmenn endanlega út um leikinn fjórum mínútum síðar eða á 69. mínútu þegar títtnefndur Rúnar skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Kolbeinn Kárason sem var nýkomin inn á sem varamaður innsiglaði svo 4-0 sigur Hlíðarendapilta með skallamarki á 78. mínútu. Rúnar og Williamson tóku stutt horn og Kolbeinn sem var dauðafrír inn í teig Keflvíkinga afreiddi boltann með enninu í mark gestanna. Við fjórða markið fjaraði leikurinn út og endapunktinn á niðurlægingu Keflvíkinga setti hinn 16 ára Samúel Kári Friðjónsson með því að fá beint rautt spjald fyrir kjaftbrúk á 82. mínútu. Valsmenn eru greinilega á góðu róli undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. Skemmtilegt er að sjá þá spila og má vel merkja mikið öryggi í þeirra leik. Fjórir öftustu reyna nær undantekningarlaust að spila boltanum meðfram jörðinni úr frá vörninni. Miðjumennirnir Ian og Haukur berjast og láta finna vel fyrir sér og þá sérstaklega er gaman að fylgjast með Hauki sem tapar vart skallabolta á miðsvæðinu auk þess hann ógnar mikið þegar í teig andstæðinganna er komið. Rúnar Már er svo potturinn og pannan í spili Vals og eiga þeir rauðu eflaust eftir að styrkjast enn meira þegar hann nær sínu besta formi. Keflvíkingar voru kannski eins og tölurnar gefa til kynna slakir. Það má segja að þeir hafi spilað sæmilega í klukkutíma en það var eins og þeir hafi misst hausinn við það að fá annað markið á sig. Einhvern brodd vantaði í sóknarleik þeirra og oft voru ákvarðanatökur rangar á síðasta þriðjung vallarins. Lykilmenn þeirra eins og Jóhann Birnir, Frans og Arnór þurfa að spila betur ef þeir ætla að hala inn einhver stig á næstunni. Út frá þessum úrslitum má ætla að Valsmenn séu efni í toppbaráttu lið sem getur barist um Íslandsmeistaratign. Keflvíkingar hinsvegar þurfa að taka sig á og það vel og mikið.Rúnar Már: Ég var gjörsamlega búinn á því síðustu 20 mínúturnarRúnar Már Sigurjónsson miðjumaður Valsmann þótt bera af í leik sinna manna og var hann ap vonum sáttur með 4-0 sigur. „Þetta var fínn fótboltaleikur og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við reynum alltaf að spila boltanum meðfram jörðinni og ef spilið gengur hratt þá náum við að láta andstæðinginn hlaupa svolítið. Þetta var auðvitað erfitt í vindinum en við náðum þrátt fyrir það að bjóða upp á góðan leik“. Aðspurður um frammistöðu sína í leiknum sagði Rúnar: „Ég var gjörsamlega búinn á því síðustu 20-25 mínúturnar en ég sáttur að vera loksins byrjaður að spila fótbolta aftur eftir leiðinleg meiðsli. Ég á ennþá svolítið í land með ná heilsu. Ég var að kljást við bakmeiðsli í Hollandi en eftir að ég jafnaði mig af því hefur hællinn verið að stríða mér, en ég verð bara að hugsa vel um mig á næstunni“. Eins og oft áður tók Valsliðið miklum breytingum núna í vetur og vill Rúnar meina að vel hafi tekist til: „Liðið tók auðvitað breytingum. Margir út og margir inn.Maggi hinsvegar hefur sett þetta aðeins öðruvísi, bæði hvernig við verjumst og sækjum og hingað til hefur þetta gengið vel og við erum því bara bjartsýnir“.Haraldur Guðmundsson: Mörk breyta leikjumHaraldur Guðmundsson fyriliði Keflvíkinga var súr í bragði í samtali við blaðamann Vísis. „Valsmenn byrja leikinn betur en við og skora frekar snemma, eftir það náðum við að komast inn í leikinn og þorðum að spila boltanum, Fransi var óheppinn að skora ekki í lok fyrri hálfleiks auk þess sem Jói brenndi af góðu færi í upphafi seinni hálfleiks," sagði Haraldur Guðmundsson. „Eins og menn vita þá breyta mörk leikum og því miður datt þetta ekki inn. Í stað þess að fá stöðuna í 1-1 fáum við 2-0 stöðu í andlitið. Við það verður þetta erfitt. Vítið gerði svo endanlega út um þetta og þá var leikurinn bara búinn. Næst er það bikarinn á fimmtudaginn og við einfaldlega verðum að gera betur þar“.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira