Íslenski boltinn

Kjartan Henry mættur til leiks hjá KR

Sigmar Sigfússon skrifar
Mynd/Daníel

Skemmtilegt atvik átti sér stað í leik KR og Grindavíkur í Borgunarbikar karla í kvöld þegar Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, kom inn á er fimm mínútur lifðu leiks.

Kjartan Henry hefur ekkert spilað í langan tíma og var að vonum ánægður með sigur sinna manna og endurkomu sína.

„Ég er virkilega ánægður með liðið að hafa klárað þennan leik. Baldur kom okkur á bragðið aftur í leiknum og þá var þetta aldrei Hætta,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR eftir leikinn.

„Staðan á mér er ekki góð svona formlega séð en virkilega gott að vera kominn tilbaka. Það er vonandi að maður geti byggt á þessu,“ Sagði Kjartan að lokum og bætti við

„Svo er það alltaf spurning hvernig hnéð verður á morgun“.

Umfjöllun og viðtöl af KR-vellinum í kvöld má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×