Íslenski boltinn

Víkingur slapp með skrekkinn á Álftanesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víkingar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Víkingar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Víkingi Ólafsvík 2-1 sigur á Álftanesi í 32-liða úrslitum í Borgunarbikar karla í knattspyru í kvöld.

Gestirnir úr Ólafsvík komust yfir með sjálfsmarki eftir tuttugu mínútur. Heimamenn létu ekki deigan síga og jöfnuðu metin á 24. mínútu. Guðbjörn Alexander Sæmundsson skoraði þá úr vítaspyrnu.

Heimamenn fögnuðu aftur rétt fyrir hlé þegar Mate Jujilo, Króatanum hjá Víkingum, var rekinn af velli. Álftanes því manni fleiri allan síðari hálfleikinn.

Eina mark hálfleiksins skoraði Guðmundur Steinn á 71. mínútu. Víkingur er því kominn í 16-liða úrslit en Álftanes, sem leikur í 4. deild, fellur úr keppni með sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×