Besta deild karla

Fréttamynd

Skagamenn fallnir í fjórða sinn

Skagamenn féllu í kvöld úr Pepsi-deild karla í fótbolta og spila því í 1. deildinni sumarið 2014. Þetta er í fjórða sinn sem Skagaliðið fellur úr efstu deild. Skagamenn féllu einnig úr deildinni 1967, 1990 og 2008.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Ástandið á Hásteinsvellinum

Hörður Magnússon fór yfir málin í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi með sérfræðingunum Tómasi Inga Tómassyni og Reyni Leóssyni en til umræðu voru fjórir leikir í 20. umferð sem fóru fram í gær. Þeir félagar ræddu meðal annars ástandið á Hásteinsvellinum í gær þar sem að ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni með marki á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tek ekki þátt í svona viðskiptum

"Ég hef aldrei verið tengdur svona viðskiptaháttum á mínum ferli sem umboðsmaður,“ segir Magnús Agnar Magnússon, íslenskur umboðsmaður, en einn af hans skjólstæðingum er Rúnar Már Sigurjónsson sem Valur seldi frá félaginu í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Rúnar og Lúðvík biðja Börk innilega afsökunar

Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formenn knattspyrnudeildar FH fóru mikinn í ásökunum í garð Barkar Edvardssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals, eftir 3-3 jafntefli liðanna í Kaplakrika í kvöld en með þessu jafntefli er nokkuð ljóst að FH verður ekki meistari í ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frítt inn á fimmtudaginn þegar KR getur tryggt sér titilinn

KR-ingar unnu 4-1 sigur á Fylki og náðu með því fimm stiga forskoti á FH sem á sama tíma gerði 3-3 jafntefli á móti Val. Stjarnan tapaði síðan 0-1 í Eyjum og þetta þýðir að KR-ingar fá fjóra leiki til að ná í þau tvö stig sem vantar til að tryggja sér 26. Íslandsmeistaratitilinn.

Íslenski boltinn