Íslenski boltinn

Frítt inn á fimmtudaginn þegar KR getur tryggt sér titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Martin fagnar marki í kvöld.
Gary Martin fagnar marki í kvöld. Mynd/Vilhelm
KR-ingar unnu 4-1 sigur á Fylki og náðu með því fimm stiga forskoti á FH sem á sama tíma gerði 3-3 jafntefli á móti Val. Stjarnan tapaði síðan 0-1 í Eyjum og þetta þýðir að KR-ingar fá fjóra leiki til að ná í þau tvö stig sem vantar til að tryggja sér 26. Íslandsmeistaratitilinn.

Næsti leikur KR-inga er á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöldið en það varð að fresta þeim leik á sínum tíma eftir að Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson varð fyrir slæmu höfuðhöggi.

Blikar tilkynntu það strax að það yrði frítt á leikinn þegar hann færi fram að nýju en það voru aðeins nokkrar mínútur liðnar þegar Elfar Árni meiddist.

Það má því búast við frábærri mætingu í Smárann á fimmtudagskvöldið enda láta KR-ingar sig ekki vanta þegar liðið þeirra getur tryggt sér titilinn.

Ekki spillir það heldur fyrir að það sér frítt á völlinn og nú er bara að fletta upp vallarmetinu á Kópavogsvellinum. Leikurinn hefst reyndar klukkan 17.00 sem getur vissulega haft áhrif á mætinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×