Íslenski boltinn

Frestuðu leikirnir fara fram á miðvikudaginn

Farid Zato í leik með Víkingum í sumar.
Farid Zato í leik með Víkingum í sumar. mynd / Daníel
Leikirnir tveir sem frestað var í gær og verða ekki í dag í Pepsi-deild karla knattspyrnu fara fram á miðvikudaginn klukkan 17:00.

Skagamenn taka þá á móti Víkingi Ó. á Norðurálsvellinum upp á Skaga og Þórsarar taka á móti Keflvíkingum fyrir norðan.

Það verður því mikið fallbaráttukvöld á miðvikudaginn.

Leikjunum var frestað en þeir áttu að fara fram í gær. Leik KR og Fylkis var einnig frestað í gær en hann fer fram á KR-vellinum síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×