Íslenski boltinn

Tek ekki þátt í svona viðskiptum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá vinstri Magnús Agnar Magnússon, Arnór Guðjohnsen og Bjarki Gunnlaugsson sem starfa hjá umboðsskrifstofunni Total Football.
Frá vinstri Magnús Agnar Magnússon, Arnór Guðjohnsen og Bjarki Gunnlaugsson sem starfa hjá umboðsskrifstofunni Total Football. mynd/STEFÁN
„Ég hef aldrei verið tengdur svona viðskiptaháttum á mínum ferli sem umboðsmaður,“ segir Magnús Agnar Magnússon, íslenskur umboðsmaður, en einn af hans skjólstæðingum er Rúnar Már Sigurjónsson sem Valur seldi frá félaginu í sumar.

Það sauð allt uppúr eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær.

Þeir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Lúðvík Arnarson, varaformaður sömu knattspyrnudeildar, vildu meina að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tæki hlut af sölu leikmanna Vals.

„Ég held að svona þekkist ekki í íslenskum bolta og ef svo er myndi ég ekki taka þátt í slíku."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×