Íslenski boltinn

Formaður FH: Ástríðan af fótboltanum ber menn oft ofurliði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar Halldórsson, formaður FH.
Viðar Halldórsson, formaður FH. Mynd / Samsett.
„Þetta gerðist nú bara í gærkvöldi og við höfum nú ekki náð að ræða þetta mál innanhús,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH, í samtali við Vísi.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Lúðvík Arnarson, varaformaður sömu knattspyrnudeildar, sökuðu kollega sinn hjá Val, Börk Edvardsson, um að taka hlut af sölu leikmanna Hlíðarendaliðsins eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór 3-3.

„Ég býst reyndar ekki við því að málið verði tekið sérstaklega fyrir hér hjá okkur. Þarna ber einfaldlega ástríðan af fótboltanum menn ofurliði.“

„Ég tók í höndina á Berki þegar hann var á leiðinni frá vellinum og þá vissi ég ekki af þessari uppá komu. Það fór vel á milli okkar og ég held að þetta mál sé búið.“

„Þegar menn eru farnir að tjá sig um greindarfar hvors annars eftir leiki þá fara hlutirnir oftast ekki vel.“

„Ég býst ekki við því að KSÍ skoði þetta mál eitthvað sérstaklega, mér sýnist þetta vera fyrir utan það sem þeir skilgreina sem refsiramma.“

„Þetta var bara leiðindauppákoma og málinu lokið af okkar hálfu.“

Hér má sjá það sem gekk á inn í Kaplakrika í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×