Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 2-2 | Tubæk jafnaði úr víti Ólafur Haukur Tómasson á Akureyri skrifar 18. september 2013 16:15 Mynd/Vilhelm Mark Tubæk tryggði Þór 2-2 jafntefli á móti Keflavík í fallbaráttuslag á Þórsvelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Markið skoraði Tubæk úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok en norðanmenn höfðu áður klúðrað víti í leiknum. Það leit út fyrir að Jóhann Birnir Guðmundsson væri að tryggja Keflavík sigur og nánast gulltryggja sæti liðsins í deildinni þegar hann kom Keflavík í 2-1 þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Sveinn Elías Jónsson fékk þá víti sem Tubæk nýtti og eftir það er staða Þórsliðsins mun betri. Þór hefur eins stigs forskot á Víkinga þegar tvær umferðir eru eftir. Chukwudi Chijindu kom Þór í 1-0 á 16. mínútu og lét Ómar Jóhannsson, markvörð Keflavíkur, síðan verja frá sér víti fimm mínútum síðar. Bojan Stefán Ljubicic jafnaði síðan metin fyrir Keflavík rétt fyrir hálfleik. Það var fallbaráttuslagur á Þórsvelli í kvöld þar sem heimamenn í Þór tóku á móti Keflvíkingum í fjörugum leik sem endaði með 2-2 jafntefli í leik sem bæði lið þurftu að fá þrjú stig úr til að koma sér í þægilegri stöðu í fallbaráttunni. Leikurinn sem átti upphaflega að fara fram um síðastliðna helgi fór fjörlega af stað og strax á 16. mínútu komust heimamenn yfir með frábærum skalla Chukwudi Chijindu sem var einn og óvaldaður í teignum eftir flotta fyrirgjöf frá Orra Sigurjónssyni utan af hægri kantinum. Þórsarar sanngjarnt yfir snemma leiks og fengu nokkur frábær tækifæri til að auka forrystu sína en Chijindu misnotaði meðal annars vítaspyrnu sem Ómar Jóhannsson varði frábærlega. Þór hélt áfram að ráða ferðinni en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Bojan Ljubicic mark fyrir Keflavík og jafnaði metinn. Boltinn barst til hans á hægri kantinum og hann reynir skot, sem er ekki fast, en Srdjan Rajkovic í marki Þórs missir fótana og nær ekki að skutla sér af fullum krafti í boltann sem rúllar í netið. Liðin fóru því jöfn til búningsklefana í hálfleik en heimamenn sáu eflaust mikið á eftir misnotaðri vítaspyrnu og nokkur góð færi sem fóru forgörðum. Keflvíkingar mættu tvíefldir til leiks í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum. Þegar tæplega tíu mínútur voru eftir fékk Jóhann Birnir Guðmundsson boltann hægra megin út í teig Þórsara og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið og kom gestunum yfir. Þórsarar létu þó ekki deigann síga og aðeins nokkrum mínútum seinna kom mikill atgangur fyrir mark Keflvíkinga. Mark Tubæk tók aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir Þór en hún endaði í slánni og augnabliki síðar fengu Þórsarar aðra vítaspyrnu sem Tubæk skoraði úr og jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þar við sat og þurftu liðin að deila stigunum sanngjarnlega á milli sín og opnar það því fallbaráttuna til muna. Páll Viðar Gíslason: Við gerum allt fyrir þrjú stig á sunnudaginnÞór gerði alls sjö breytingar á byrjunarliði sínu frá því í tapleiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Var Páll ósáttur með frammistöðu manna í þeim leik? “Mér fannst þetta flott Þórslið sem spilaði fyrri hálfleikinn en jú, ég gerði einhverjar breytingar en það voru breytingar sem ég taldi þurfa til að vinna leikinn en ekki til að refsa einhverjum eða eitthvað þannig. Ég verð alltaf að horfa á síðasta leik og í seinni hálfleiknum fannst mér ekki boðlegt fyrir leikmenn sem sátu á bekknum að horfa á leikmenn á vellinum sem gáfu sig ekki 150% í þetta og þess vegna tókum við þessa ákvörðun og sjáum ekkert eftir henni. Þeir komu inn á og stóðu sig vel,” sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leikinn. Í stöðunni 1-0 misnotaði Þór tækifæri til að auka forrystu sína þegar Chukwudi Chijindu klúðraði vítaspyrnu, enn ein vítaspyrnan sem fer forgörðum hjá Þór í sumar, finnst Páli þetta ekki dýrkeypt? “Jú en hún er alveg jafn dýr og að skjóta honum í slánna eða hvað það er. Það er okkar saga og við erum að berjast við þetta, það er ekki mikið af hlutum að hjálpa okkur þegar við þurfum á þeim að halda og við vitum að við þurfum að gera það sjálfir en við gerðum það sem við gátum og það verður ekki tekið af Þórsliðinu sem lagði sig vel fram í dag. Ég er ekki fúll með frammistöðu liðsins, langt því frá, og við fáum annan svona leik á sunnudaginn og þá vona ég að við verðum jafn gíraðir og þá.” Þór sýndi mikinn karakter með því að ná að jafna leikinn rétt undir lok leiksins eftir að hafa verið nýlentir undir og var Páll mjög ánægður með karakter sinna manna: “Auðvitað er ég sáttur með það. Ég er aldrei í þannig skapi að ég fagni ekki þegar við fáum eitthvað út úr leikjum en það er sterkt að jafna þarna í lokin þegar við vorum búnir að rembast og rembast og fáum svo “breik” á okkur og fáum á okkur glæsilegt mark.” “Við gerum allt til að ná í þessi þrjú stig á sunnudaginn og það er það eina sem ég þarf að hugsa um,” bætti Páll við. Kristján Guðmundsson: Spennustigið var ekki rétt“Skipulagið gekk ekki upp, sérstaklega ekki sóknarleikurinn. Ég segi að hvorki vörn né sókn gekk ekki upp í byrjun og spennustigið var ekki rétt. Við gerðum eiginlega allt sem við áttum ekki að gera, náðum aðeins að vinna okkur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og vorum heppnir að vera inn í leiknum. Ómar að verja víti og við vorum heppnir að skora þetta mark í lokin sem hjálpaði okkur í seinni hálfleik,” sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Keflvíkingar fengu á sig tvær vítaspyrnur í leiknum. Fannst honum klaufagangurinn vera mikill í varnarleik síns liðs? “Já, mér fannst það. Vítið kóranar hvernig við vorum að spila og komum inn í leikinn. Þetta var klaufalegt allt saman og mikið af götum í vörninni og í öllu liðinu. Þetta var klárt víti og mjög slakt [að fá það á sig].” Með jafnteflinu tókst Keflvíkingum ekki að rífa sig frá fallbaráttunni en Kristján ætlar ekkert að leggja árar í bát: “Ég svara því þannig að það sem við höfum sett upp fyrir þessa fjóra leiki í september að við erum ekki búnir að ná að gera það sem við vildum gera og höfum tvo leiki til að gera það sem við þurfum að gera. og það skal takast hjá okkur!” Keflvíkingar komust yfir seint í leiknum og stefndi allt í sigur þeirra en augnabliki síðar tókst Þórsurum að jafna. Getur hann verið sáttur með stigið? “Sennilega þá erum við heppnir að fá stig ef við horfum heilt yfir á leikinn. Erum þó komnir með forrystuna þegar lítið er eftir og eigum að halda henni en gerum mistök og fáum á okkur jöfnunarmark, sem segir manni það að við gerðum mistök og eigum bara skilið eitt stig,” segir Kristján. “Við eigum heimaleik á sunnudaginn og stefnum á að gera vel við okkar áhorfendur sem hafa verið duglegir að mæta og hvetja okkur undanfarið og ég á ekki von á öðru en þau komi og styðji okkur svo við getum kysst þau bless,” bætti Kristján við. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Mark Tubæk tryggði Þór 2-2 jafntefli á móti Keflavík í fallbaráttuslag á Þórsvelli í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Markið skoraði Tubæk úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok en norðanmenn höfðu áður klúðrað víti í leiknum. Það leit út fyrir að Jóhann Birnir Guðmundsson væri að tryggja Keflavík sigur og nánast gulltryggja sæti liðsins í deildinni þegar hann kom Keflavík í 2-1 þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Sveinn Elías Jónsson fékk þá víti sem Tubæk nýtti og eftir það er staða Þórsliðsins mun betri. Þór hefur eins stigs forskot á Víkinga þegar tvær umferðir eru eftir. Chukwudi Chijindu kom Þór í 1-0 á 16. mínútu og lét Ómar Jóhannsson, markvörð Keflavíkur, síðan verja frá sér víti fimm mínútum síðar. Bojan Stefán Ljubicic jafnaði síðan metin fyrir Keflavík rétt fyrir hálfleik. Það var fallbaráttuslagur á Þórsvelli í kvöld þar sem heimamenn í Þór tóku á móti Keflvíkingum í fjörugum leik sem endaði með 2-2 jafntefli í leik sem bæði lið þurftu að fá þrjú stig úr til að koma sér í þægilegri stöðu í fallbaráttunni. Leikurinn sem átti upphaflega að fara fram um síðastliðna helgi fór fjörlega af stað og strax á 16. mínútu komust heimamenn yfir með frábærum skalla Chukwudi Chijindu sem var einn og óvaldaður í teignum eftir flotta fyrirgjöf frá Orra Sigurjónssyni utan af hægri kantinum. Þórsarar sanngjarnt yfir snemma leiks og fengu nokkur frábær tækifæri til að auka forrystu sína en Chijindu misnotaði meðal annars vítaspyrnu sem Ómar Jóhannsson varði frábærlega. Þór hélt áfram að ráða ferðinni en rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Bojan Ljubicic mark fyrir Keflavík og jafnaði metinn. Boltinn barst til hans á hægri kantinum og hann reynir skot, sem er ekki fast, en Srdjan Rajkovic í marki Þórs missir fótana og nær ekki að skutla sér af fullum krafti í boltann sem rúllar í netið. Liðin fóru því jöfn til búningsklefana í hálfleik en heimamenn sáu eflaust mikið á eftir misnotaðri vítaspyrnu og nokkur góð færi sem fóru forgörðum. Keflvíkingar mættu tvíefldir til leiks í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum. Þegar tæplega tíu mínútur voru eftir fékk Jóhann Birnir Guðmundsson boltann hægra megin út í teig Þórsara og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið og kom gestunum yfir. Þórsarar létu þó ekki deigann síga og aðeins nokkrum mínútum seinna kom mikill atgangur fyrir mark Keflvíkinga. Mark Tubæk tók aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir Þór en hún endaði í slánni og augnabliki síðar fengu Þórsarar aðra vítaspyrnu sem Tubæk skoraði úr og jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þar við sat og þurftu liðin að deila stigunum sanngjarnlega á milli sín og opnar það því fallbaráttuna til muna. Páll Viðar Gíslason: Við gerum allt fyrir þrjú stig á sunnudaginnÞór gerði alls sjö breytingar á byrjunarliði sínu frá því í tapleiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Var Páll ósáttur með frammistöðu manna í þeim leik? “Mér fannst þetta flott Þórslið sem spilaði fyrri hálfleikinn en jú, ég gerði einhverjar breytingar en það voru breytingar sem ég taldi þurfa til að vinna leikinn en ekki til að refsa einhverjum eða eitthvað þannig. Ég verð alltaf að horfa á síðasta leik og í seinni hálfleiknum fannst mér ekki boðlegt fyrir leikmenn sem sátu á bekknum að horfa á leikmenn á vellinum sem gáfu sig ekki 150% í þetta og þess vegna tókum við þessa ákvörðun og sjáum ekkert eftir henni. Þeir komu inn á og stóðu sig vel,” sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leikinn. Í stöðunni 1-0 misnotaði Þór tækifæri til að auka forrystu sína þegar Chukwudi Chijindu klúðraði vítaspyrnu, enn ein vítaspyrnan sem fer forgörðum hjá Þór í sumar, finnst Páli þetta ekki dýrkeypt? “Jú en hún er alveg jafn dýr og að skjóta honum í slánna eða hvað það er. Það er okkar saga og við erum að berjast við þetta, það er ekki mikið af hlutum að hjálpa okkur þegar við þurfum á þeim að halda og við vitum að við þurfum að gera það sjálfir en við gerðum það sem við gátum og það verður ekki tekið af Þórsliðinu sem lagði sig vel fram í dag. Ég er ekki fúll með frammistöðu liðsins, langt því frá, og við fáum annan svona leik á sunnudaginn og þá vona ég að við verðum jafn gíraðir og þá.” Þór sýndi mikinn karakter með því að ná að jafna leikinn rétt undir lok leiksins eftir að hafa verið nýlentir undir og var Páll mjög ánægður með karakter sinna manna: “Auðvitað er ég sáttur með það. Ég er aldrei í þannig skapi að ég fagni ekki þegar við fáum eitthvað út úr leikjum en það er sterkt að jafna þarna í lokin þegar við vorum búnir að rembast og rembast og fáum svo “breik” á okkur og fáum á okkur glæsilegt mark.” “Við gerum allt til að ná í þessi þrjú stig á sunnudaginn og það er það eina sem ég þarf að hugsa um,” bætti Páll við. Kristján Guðmundsson: Spennustigið var ekki rétt“Skipulagið gekk ekki upp, sérstaklega ekki sóknarleikurinn. Ég segi að hvorki vörn né sókn gekk ekki upp í byrjun og spennustigið var ekki rétt. Við gerðum eiginlega allt sem við áttum ekki að gera, náðum aðeins að vinna okkur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og vorum heppnir að vera inn í leiknum. Ómar að verja víti og við vorum heppnir að skora þetta mark í lokin sem hjálpaði okkur í seinni hálfleik,” sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Keflvíkingar fengu á sig tvær vítaspyrnur í leiknum. Fannst honum klaufagangurinn vera mikill í varnarleik síns liðs? “Já, mér fannst það. Vítið kóranar hvernig við vorum að spila og komum inn í leikinn. Þetta var klaufalegt allt saman og mikið af götum í vörninni og í öllu liðinu. Þetta var klárt víti og mjög slakt [að fá það á sig].” Með jafnteflinu tókst Keflvíkingum ekki að rífa sig frá fallbaráttunni en Kristján ætlar ekkert að leggja árar í bát: “Ég svara því þannig að það sem við höfum sett upp fyrir þessa fjóra leiki í september að við erum ekki búnir að ná að gera það sem við vildum gera og höfum tvo leiki til að gera það sem við þurfum að gera. og það skal takast hjá okkur!” Keflvíkingar komust yfir seint í leiknum og stefndi allt í sigur þeirra en augnabliki síðar tókst Þórsurum að jafna. Getur hann verið sáttur með stigið? “Sennilega þá erum við heppnir að fá stig ef við horfum heilt yfir á leikinn. Erum þó komnir með forrystuna þegar lítið er eftir og eigum að halda henni en gerum mistök og fáum á okkur jöfnunarmark, sem segir manni það að við gerðum mistök og eigum bara skilið eitt stig,” segir Kristján. “Við eigum heimaleik á sunnudaginn og stefnum á að gera vel við okkar áhorfendur sem hafa verið duglegir að mæta og hvetja okkur undanfarið og ég á ekki von á öðru en þau komi og styðji okkur svo við getum kysst þau bless,” bætti Kristján við.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira