Besta deild karla

Fréttamynd

Alan Lowing samdi við Víking

Víkingur Reykjavík hefur samið við varnarmanninn Alan Lowing og mun hann spila með nýliðunum á næsta tímabili en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Celtic með formlegt tilboð í Hólmbert

Skoska liðið Celtic hefur lagt fram formlegt tilboð í Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmann Fram, en hann hefur verið við æfingar hjá liðinu að undanförnu en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtalið við 433.is í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn ætlar í atvinnumennsku

Landsliðsmaðurinn Kristinn Jónsson stefnir á að koma sér í atvinnumennsku á næstu mánuðum. Þessi magnaði 23 ára bakvörður Blika hefur verið að spila með Blikaliðinu frá því árið 2007 og síðustu ár verið einn af betri leikmönnum Pepsi-deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viktor framlengdi við Víking

Pepsi-deildarlið Víkings heldur áfram að semja við sína ungu og efnilegu leikmenn. Í kvöld skrifaði Viktor Jónsson undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til ársins 2015.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úlfur mun aðstoða Bjarna Guðjóns

„Við leyfðum Bjarna að stjórna þessu alfarið og hann vandaði sig gríðarlega við að finna sinn aðstoðarmann. Bjarni vildi ráða inn mann sem myndi vega upp á móti hans karakter og þeir gætu unnið vel saman sem teymi,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. Félagið hefur ráðið Úlf Blandon sem aðstoðarþjálfara karlaliðsins og mun hann verða hægri hönd Bjarna Guðjónssonar sem tók við liðinu í síðasta mánuði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brynjar Björn er hættur í fótbolta - ætlar bara að þjálfa

Brynjar Björn Gunnarsson er orðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta og hefur tekið þá endanlegu ákvörðun að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hörður Magnússon hitti Brynjar Björn á æfingu með Stjörnunni og setti saman innslag í kvöldfréttir Stöðvar tvö.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram

Framarar styrktu hjá sér vörnina í dag þegar miðvörðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason skrifaði undir þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Tryggvi verður langreynslumesti nýliðinn í Framliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Hólm og Viktor Bjarki verða áfram með Fram

Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson og miðjumaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson verða áfram með Fram í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en Framara sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að þessir reynslumiklu menn hafi framlengt samninga sína.

Íslenski boltinn