Fjölnir

Oft blóðugir bardagar milli systkinanna
María Dögg Nelson, Þróttari og systir bardagakappans Gunnars Nelson, segir mega þakka slagsmálum þeirra systkinanna sem börn að Gunnar hefði náð svo langt í sinni grein. Þetta kom fram í síðasta þætti af Kviss þar sem Fjölnir og Þróttur mættust í 16 liða úrslitunum.

Leik lokið: Fjölnir - Þór Ak. 70-62 | Fjölnir lagði nýliðana
Raquel Laneiro átti stórleik í liði Fjölnis er liðið vann sinn fyrsta sigur í Subway deild kvenna í kvöld gegn nýliðum Þórs.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 81-71 | Iðnaðarsigur í Grindavík
Grindavíkurkonur unnu góðan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Fjölni í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 81-71. Sigur Grindavíkurkvenna var aldrei í mikilli hættu en þær þurftu þó að hafa töluvert fyrir honum.

Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil
Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar.

Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra
Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0.

Fjölnir galopnaði toppbaráttuna
Fjölnir opnaði toppbaráttu Lengjudeildar karla í knattspyrnu upp á gátt með 4-2 sigri á toppliði Aftureldingar í kvöld. Þróttur Reykjavík lyfti sér upp úr fallsæti með 5-0 sigri á Grindavík.

Fjölnir pakkaði Grindavík saman
Fjölnir vann 5-1 sigur á Grindavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá gerðu Ægir og Grótta 2-2 jafntefli en heimamenn í Ægi voru manni færri allan síðari hálfleikinn.

Mosfellingar enn taplausir á toppnum | Þróttur stal stigi af Fjölni
Afturelding trónir enn taplaus á toppi Lengjudeildar karla eftir góðan 3-1 útisigur gegn Þór frá Akureyri í dag. Á sama tíma vann Fjölnir mikilvægan 2-1 útisigur gegn Þrótti Reykjavík.

Fjölnismenn halda í við toppliðið en Leiknir enn við botninn
Fjölnir vann góðan 4-1 sigur er liðið tók á móti Leikni í 10. umferð Lengjudeildar karla í kvöld.

Mosfellingar héldu út og styrktu stöðu sína á toppnum
Afturelding er nú með fimm stiga forskot á toppi Lengjudeildar karla eftir nauman 4-3 sigur gegn Fjölni í toppslag deildarinnar í kvöld.

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum
Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Fjölnir á toppinn eftir sigur í Grindavík | Auðvelt hjá Fylki í Árbænum
Grindvíkingar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Stakkavíkurvöllinn. Með sigri hefði Grindavík jafnað Fjölni að stigum í 2. sæti.

Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“
Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing.

Hallgrímur tekur við Fjölni
Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur komist að samkomulagi við Hallgrím Brynjólfsson um að hann taki við sem þjálfari kvennaliðs félagsins í Subway-deild kvenna á næsta tímabili.

Sex marka jafntefli í Grafarvoginum | Tíu Njarðvíkingar björguðu stigi gegn Ægi
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Fjölnir og Þróttur gerðu 3-3 jafntefli í Egilshöllinni og Njarðvíkingar björguðu stigi gegn Ægismönnum.

Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið
Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa.

Fjölnismenn halda vonum sínum um Olís-deildarsæti á lífi
Fjölnir vann lífsnauðsynlegan eins marks sigur er liðið heimsótti Víking í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili, 24-25.

Víkingur einum sigri frá Olís-deildinni
Víkingur Reykjavík vann mikilvægan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili, 25-29.

„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“
„Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum.

Breiðablik hefur fengið 390 milljónir frá UEFA á tveimur árum
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.

Kristjana Eir hætt með Fjölni
Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Gert upp á milli barna í Reykjavík
Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta.

Lokunin augljóst merki um mismunun
Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 90 - 64 | Innsigluðu deildarmeistaratitilinn með þægilegum sigri
Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik.

Grindavík lagði deildarmeistaranna og Valur burstaði Fjölni
Grindavík vann góðan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þá vann Valur stóran sigur gegn Fjölni.

„Við höfum ekki fengið sanngjarna gagnrýni“
Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var bæði ánægð og svekkt eftir 18 stiga tap gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Fjölnir 92-74 | Heimakonur ekki í vandræðum
Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leik lauk með 18 stiga sigri Hauka, 92-74. Haukar halda 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan Fjölnir er áfram í 6. sætinu.

Umfjöllun og viðtal: Fjölnir-Breiðablik 90-72 | Gott gengi Grafarvogsbúa heldur áfram
Fjölnir vann sannfærandi sigur á Breiðablik í 25. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Blikakonur byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta en sterk liðsframmistaða Fjölniskvenna skilaði Gravarvogsliðinu stigunum tveimur í endurkomusigri, lokatölur 90-72.

Valdi bestu liðin skipuð uppöldum leikmönnum
Þrjú félög gætu sett saman mjög öflug fimm mannna lið ef þau fengju að kalla til alla sína uppöldu stráka.

Sigrar hjá Njarðvík og Val
Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Þá vann Valur stórsigur á ÍR.