Fréttamynd

„Villandi framsetning og illa unnið“

Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast.

Innlent
Fréttamynd

Vill gera rekstur Sam­takanna '78 fyrir­sjáan­legri

Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­tökin '78 rekin á yfir­dráttar­láni

Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Hæ, [verð­bólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda.

Skoðun
Fréttamynd

Á­gætt skyggni á Ís­lands­miðum

Það eru blik­ur á lofti í alþjóðahag­kerf­inu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn.

Skoðun
Fréttamynd

Störf æðstu ráða­manna Ís­lands á EM í knatt­spyrnu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk mikinn stuðning á yfirstandandi EM kvenna í Englandi, bæði úr stúkunni og frá fólki heima í stofu. Ráðamenn þjóðarinnar lögðu sín lóð á vogarskálarnar en auk forseta Íslands fóru þrír ráðherrar út til Englands til að styðja við liðið.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun

Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.