Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum

Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 10.000 fallið frá á Spáni

Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn.

Erlent
Fréttamynd

Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna

Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona.

Innlent
Fréttamynd

RÚV og blekkingar

RÚV hefur lengi viljað telja sig vera áreiðanlegan, upplýsandi og hlutlausan fréttamiðil. Það verður varla talið eftir Spegilinn 31. mars.

Skoðun
Fréttamynd

Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins

Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru

Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 

Skoðun
Fréttamynd

Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins

Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagslegar áskoranir: Notum tímann uppbyggilega

Það er ekki auðvelt að átta sig á hverjar endanlegar afleiðingar kórónafaraldursins verða. Sem betur fer eigum við Íslendingar gott fagfólk sem við treystum þegar kemur að viðbrögðum í heilbrigðismálum og hvað varðar almannavarnir.

Skoðun
Fréttamynd

99 ný smit

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Samkomubann verður til 4. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi verði aflétt mánudaginn 4. maí.

Innlent